Thursday, April 18, 2024
HomeForsíða10 áhugaverðustu bardagarnir í febrúar 2015

10 áhugaverðustu bardagarnir í febrúar 2015

Febrúar er sorglega lélegur í samanburði við þá veislu sem MMA aðdáendur fengu í desember og janúar. Það eru þó nokkrir áhugaverðir bardagar til að stytta okkur stundir. Fyrir utan þrjú UFC kvöld verða tvö Bellator og eitt WSOF kvöld í Kanada.

Stærsti bardagi mánaðarins á milli Chris Weidman og Vitor Belfort verður því miður ekki á dagskrá vegna meiðsla þess fyrrnefnda en hann nær vonandi fullum bata fljótlega. Lítum yfir það helsta.

Michelle Waterson vs Herica Tiburcio

10. Bellator 133, 13. febrúar – Alexander Shlemenko gegn Melvin Manhoef (millivigt)

Alexander Shlemenko var Bellator meistarinn í millivigt þar til hann tapaði titlinum fyrir Brandon Halsey í september í fyrra. Hann mætir hér einum rosalegasta sparkboxara í MMA, Melvin Manhoef, sem hefur rotað 27 andstæðinga á MMA ferlinum.

Spá: Alexander Shlemenko ætti að vera betri alhliða bardagamaður en hann mun sennilega þurfa að ná Melvin Manhoef í gólfið ætli hann að sigra. Það gæti reynst erfitt en Alexander Schlemenko er mikill nagli, auk þess talsvert yngri, hann sigrar með “guillotine” hengingu í þriðju lotu.

Cole-Miller
Cole Miller

9. UFC Fight Night 60, 14. febrúar – Max Holloway gegn Cole Miller (fjaðurvigt)

Þessir tveir eru reynsluboltar í UFC. Á pappír er þetta nokkuð jafn bardagi. Cole Miller er betri í gólfinu með svart belti í jiu-jitsu og hefur sigrað sjö bardga í UFC með uppgjafartaki. Max Holloway ætti að vera betri standandi en hann hefur rotað þrjá af síðustu fjórum andstæðingum í UFC.

Spá: Þetta er hættulegur bardagi fyrir báða. Cole Miller ætti þó að geta náð Max Holloway í gólfið og afgreitt hann með uppgjafartaki, segjum “rear naked choke” í fyrstu lotu.

wsof13

8. WSOF 18 – 12. febrúar, Marlon Moraes gegn Josh Hill (bantamvigt)

Marlon Moraes er einn besti bardagamaður í heimi sem berst ekki í UFC. Hann ver hér WSOF titil sinn í bantamvigt í fyrsta sinn á móti óþekktum andstæðingi frá Kanada. Josh Hill er ósigraður í 10 bardögum og fær hér tækifæri til að láta taka eftir sér. Marlon Moraes hefur hins vegar litið vel út undanfarið og gæti stefnt óðum að UFC í nánstu framtíð.

Spá: Ósigraðir andstæðingar eru hættulegir en Marlon Moraes ætti að sigra þennan bardaga sannfærandi, tæknilegt rothögg í annarri lotu.

King-Mo-Lawal-vs.Cheick-Kongo king mo

7. Bellator 134, 27. febrúar – Muhammed ‘King Mo’ Lawal  gegn Cheick Kongo (þungavigt)

Þetta er skrítnasti bardagi mánaðarins. Muhammed ‘King Mo’ Lawal (183 cm) hefur barist í léttþungavigt síðan árið 2010. Hann byrjaði að vísu ferilinn í þungavigt og sigraði meðal annars Mark Kerr og Mike Whitehead árið 2009. Hér keppir hann við hinn risavaxna Cheick Kongo (193 cm) sem hefur barist allan sinn feril í þungavigt.

Spá: Muhammed Lawal mun reyna að nota sína ógnarsterku glímugetu til að stjórna Cheick Kongo líkt og Cain Velasquez gerði árið 2009. Það mun ganga ágætlega framan af eða þar til Cheick Kongo stendur upp og rotar Muhammad Lawal í annarri lotu.

mir bigfoot

6. UFC Fight Night 61, 22. febrúar – Antônio Silva gegn Frank Mir (þungavigt)

Þessir tveir er á seinni stigum ferils síns og þeir þurfa báðir á sigri að halda. Ferlar beggja hefur verið eins og rússíbani með miklum lægðum og ótrúlegum hæðum. Til að rijfa upp handleggsbraut Frank Mir bæði Tim Sylvia og Antônio Rogerio Nogeira og hver getur gleymt fótalásnum gegn Brock Lesnar. Antônio ‘Bigfoot’ Silva kom öllum á óvart árið 2011 með sigri gegn Fedor Emelianenko og svo aftur þegar hann afgreiddi Travis Browne og Alistair Overeem.

Spá: Frank Mir mun reyna að ná Antônio Silva í gólfið en það er ekki létt verk. Auk þess er Antônio Silva líka með svart belti í jiu-jitsu og ætti að geta varist árásum Frank Mir. Antônio Silva rotar Frank Mir í þriðju lotu.

Jake-Ellenberger-and-Josh-Koscheck

5. UFC 184, 28. febrúar – Jake Ellenberger gegn Josh Koscheck (veltivigt)

Líkt og í bardaganum hér að ofan þurfa báðir tveir á sigri að halda. Fyrir ekki svo löngu síðan voru Jake ellenberger og Josh Koscheck tveir af þeim allra bestu í veltivigt en nú er öldin önnur. Báðir hafa tapað þremur bardögum í röð svo spurningin er, hver á meira eftir?

Spá: Jake Ellenberger virðist hafa tapað sjálfstrausti undanfarin ár á meðan töp Josh Koscheck má skrifa meira á frábæra andstæðinga (Tyron Woodley, Robbie Lawler, Johny Hendricks). Josh Koscheck slekkur á Jake Ellenberger í fyrstu lotu.

Holly-and-Pennington

4. UFC 184, 28. febrúar – Holly Holm gegn Raquel Pennington (bantamvigt)

Þessi bardagi er kannski ekki svo spennandi fljótt á litið. Hins vegar þegar tekið er með í reikninginn að Holly Holm er ein mest spennandi konan sem komið hefur í UFC í langan tíma verður þetta ómissandi bardagi. Margir halda að Holly Holm sé verðugur andstæðingur fyrir Rondu Rousey. Þessi bardagi mun kannski ekki skera úr um það en það verður engu að síður mjög áhugavert að sjá Holly Holm loksins í búrinu.

Spá: Raquel Pennington er klæðskerasaumuð fyrir Holly Holm sem sigrar á tæknilegu rothöggi í annarri lotu.

barboza johnson

3. UFC Fight Night 61, 22. febrúar – Edson Barboza gegn Michael Johnson (léttvigt)

Michael Johnson er oftast ekki talinn á meðal þeirra bestu í léttvigt. Hann hefur hins vegar sigrað þrjá bardaga í röð á móti verðugum andstæðingum (Joe Lauzon, Gleison Tibau og Melvin Guillard). Hann hefur ekki barist í tíu mánuði og þarf nú að minna á sig ætli hann að komast í stærstu nöfnin í riðlinum. Edson Barboza er annars ekkert grín. Veikleikinn hans er á gólfinu en hann er einn sá besti standandi, með banvæn spörk sem gera mýs úr mönnum.

Spá: Þetta verður sennilega standandi bardagi og Edson Barboza sigrar á stigum, sigrar tvær af þremur lotum.

henderson thatch

2. UFC Fight Night 60, 14. febrúar – Ben Henderson gegn Brandon Thatch (veltivigt)

Líkt og Donald Cerrone í janúar hefur Ben Henderson samþykkt að berjast aftur aðeins nokkrum vikum eftir að hafa barist þriggja lotu bardaga. Að þessu sinni er hann að þyngja sig upp í veltivigt á móti lítið þekktum en mjög hættumlegum andstæðingi. Brandon Thatch gæti orðið stjarna. Eina tapið á ferlinum hans var eftir klofinn dómaraúrskurð, alla hina bardagana hefur hann sigrað í fyrstu lotu.

Spá: Rafael dos Anjos tókst að rota Ben Henderson í ágúst en það gerist ekki aftur. Henderson sigrar á stigum eins og honum einum er lagið og Brandon Thatch lærir heilmikið í leiðinni.

Ronda-Rousey-Cat-Zingano

1. UFC 184, 28. febrúar – Ronda Rousey gegn Cat Zingano (bantamvigt)

Cat Zingano leit hrikalega vel út í sigri gegn Mishu Tate og Amanda Nunes. Hún er ósigruð en með litla reynslu miðað við aldur. Hún er 32 ára og hefur aðeins barist níu sinnum. Hennar helsti styrkur er líkamlegur kraftur en hún er bara með fjólublátt belti í jiu-jitsu sem veit ekki á gott þegar hún er að mæta Rondu Rousey.

Spá: Ronda Rousey virkar óstöðvandi. Það er erfitt að spá öðru en sigri hennar í fyrstu lotu með fullri virðingu fyrir Cat Zingano.

RELATED ARTICLES

3 COMMENTS

  1. Ronda Rousey gegn Cat Zingano (bantamvigt) Ronda mun lenda í erfiðleikum þarna ef Cat heldur sér frá rondu og nær að halda sér frá gólfinu gæti Ronda fengið alvöru mótstöðu.Kárlega besti bardagin í fep

  2. Það er nú gömul og góð sannindi að bestu bardagarnir á pappírunum eru ekki endilega þeir bestu þegar á reynir. Maður skyldi því alls ekki afskrifa það strax að febrúar slái ekki janúar út í skemmtilegum bardögum. Sé marga vænlega skemmtunina á listanum hér að ofan.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular