Thursday, March 28, 2024
HomeForsíða10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í maí 2014

10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í maí 2014

Maí er aðeins rólegri mánuður en apríl í MMA heiminum en það eru engu að síður nokkrir mjög spennandi bardagar framundan. Það eru þrjú UFC kvöld og stórt Bellator kvöld (PPV) sem mun setja svip sinn á mánuðinn. Lítum á þetta.

Costa-vs.-Lorenz

10. UFC Fight Night 40 – 10. maí, Lorenz Larkin gegn Costas Philippou (millivigt)

Philippou var á mikilli siglingu, með fimm sigra í röð í UFC áður hann tapaði fyrir Francis Carmont og Luke Rockhold. Nú þarf hann að vinna sig upp aftur og fyrsta verkefnið er hinn óvenjulegi Lorenz Larkin. Larkin kemur úr Strikeforce þar sem hann sigraði meðal annars Robbie Lawler sem þá keppti í millivigt. Eftir flutning yfir í UFC hefur hann aðeins unnið einn af þremur bardögum en hér fær hann kjörið tækifæri til að ná sér á strik.

Spá: Philippou kemur sterkur til baka og rotar Larkin í 2. lotu.

Carmont Dillashaw

9. UFC Fight Night 41 – 31. maí, Francis Carmont gegn C.B. Dollaway (millivigt)

Það áttu ekki margir von á að C.B. Dollaway yrði í umræðunni um þá bestu í heiminum en hér mætir hann Carmont sem er nr. 9 á lista UFC. Hann hefur því til mikils að vinna. Á sama tíma hefur Carmont miklu að tapa en hann þarf að halda stöðu sinni með sigri.

Spá: Dollaway hefur verið að ganga vel en Carmont ætti að vera klassa fyrir ofan hann hvað getu varðar. Carmont mun stjórna bardaganum með fellum og glímu og að lokum sigra á stigum.

Ueda Fernandes

8. ONE FC 15 – 2. maí, Masakatsu Ueda gegn Bibiano Fernandes (bantamvigt)

Bibiano Fernandes (15-3) er einn besti bardagamaðurinn utan UFC um þessar mundir. Hann er ONE FC meistarinn og hefur nú sigrað sjö bardaga í röð í Asíu. Andstæðingurinn, Masakatsu Ueda (18-2-2), hefur sigrað þrjá bardaga í röð í ONE FC, meðal annars fyrrverandi UFC meistarann Jens Pulver.

Spá: Ueda er óþekktari stærð en Fernandes. Bibiano sigrar sannfærandi á stigum.

kingmo jackson

7. Bellator 120 – 17. maí, Muhammed Lawal  gegn Quinton Jackson (léttþungavigt)

Þetta er bardagi sem skiptir ekki miklu máli en ætti að vera skemmtilegur engu að síður. Báðir þessir kappar eru höggþungir og reynslumiklir. Lawal er betri í glímunni en Jackson er góður að verjast fellum og getur glímt ef hann þarf þess eins og sást t.d. á móti Dan Henderson í UFC 75. Illindi á milli þeirra virka þvinguð til að selja bardagann en bætir samt smá salti í grautinn.

Spá: King Mo Lawal þarf á sigri að halda eftir töpin á móti Emanuel Newton. Jackson er ekki eins öflugur og hann var hér áður fyrr en hann er ennþá hættulegur. King Mo sigrar á stigum og Jackson kvartar yfir dómurunum.

munoz-vs-mousasi

6. UFC Fight Night 41 – 31. maí, Mark Muñoz gegn Gegard Mousasi (millivigt)

Mousasi snýr aftur eftir tapið á móti Lyoto Machida. Mousasi er einn reyndasti bardagamaðurinn í UFC, ferillinn telur 34 sigra, 4 töp og 2 jafntefli á móti mörgum að þeim bestu í heimi. Hér mætir hann Muñoz sem tapaði einmitt líka fyrir Machida í hans síðasta bardaga. Þetta er mikilvægur bardagi fyrir báða menn sem ætti að segja okkur talsvert um hvar þeir standa í þyngdarflokknum.

Spá: Muñoz er mjög misjafn. Á móti Mousasi mun hann þurfa á öllu sínu besta að halda til að eiga möguleika. Mousasi er stærri og hefur reynst áreiðanlegur í gegnum tíðina. Mousasi sigrar á rothöggi í 3. lotu.

Cormier-and-Henderson

5. UFC 173 – 24. maí, Daniel Cormier gegn Dan Henderson (léttþungavigt)                                          

UFC heldur Daniel Cormier við efnið án þess að taka of miklar áhættur á meðan beðið er eftir Jones vs. Gustafsson 2. Það á aldrei að afskrifa Henderson en Cormier er með fullkominn stíl til að sigra hann. Frábært “wrestling”, þungar hendur og mikið úthald.

Spá: Cormier ætti að sigra þennan bardaga sannfærandi, sennilega á stigum. Eina von Henderson er að ná inn hægri hendinni en það verður að teljast ólíklegt.

Brown-Silva

4. UFC Fight Night 40 – 10. maí, Matt Brown gegn Erick Silva (veltivigt)

Matt Brown var ekki hátt skrifaður fyrir nokkrum árum en nú er hann búinn að vinna sex bardaga í röð í UFC. Það kom því á óvart að hann skuli vera látinn berjast við ungstirnið Erick Silva sem hefur aðeins sigrað þrjá af síðustu sex bardögum.

Spá: Brown berst eins og óður hundur en Silva er sennilega tæknilega betri standandi. Silva mun sigra á tæknilegu rothöggi í 1. lotu í stórkostlegum bardaga.

lawler ellenberger

3. UFC 173 – 24. maí, Robbie Lawler gegn Jake Ellenberger (veltivigt)

Ellenberger er búinn að vera lengi á meðal topp 10 í veltivigt. Ef hann ætlar einhverntímann að berjast um titillinn þarf hann að vinna stóra bardaga eins og þennan. Hér mætir hann Lawler aðeins rétt rúmum tveimur mánuðum eftir fimm lotu bardaga hans við Hendricks. Spurningin er því hvort það sé nægur tími fyrir Lawler?

Spá: Þetta verður hörkubardagi þar sem báðir munu koma inn góðum höggum. Ellenberger mun reyna fellur en Lawler mun verjast vel og sigra á stigum.

alvarez_x_chandler_3

2. Bellator 120 – 17. maí, Eddie Alvarez gegn Michael Chandler (léttvigt)

Það er eitthvað heillandi við þríleik, sérstaklega þegar menn eru búnir að vinna einn bardaga á mann eins og í þessu tilviki. Báðir fyrstu bardagarnir voru stríð og sá þriðji verður það sennilega líka. Alvarez virðist aðeins tæknilegri og Chandler virðist höggþyngri en þetta eru tveir af þeim bestu í léttvigt.

Spá: Alvarez og Chandler eru nokkuð jafnir og það gæti nánst hvað sem er gerst í þessu bardaga. Segjum að Chandler sigri á tæknilegu rothöggi í 4. lotu.

Barao-and-TJ-Dillashaw

1. UFC 173 – 24. maí, Renan Barão vs. T.J. Dillashaw (bantamvigt)

José Aldo og Renan Barão hljóta að vera í miklu uppáhaldi hjá Alpha Male teyminu. T.J. Dillashaw er síðasti maðurinn standandi á vígvellinum. Faber, Mendes og Benevidez eru samtals búnir að berjast um UFC titil sex sinnum og alltaf tapað. Mun T.J. loksins ná í beltið sem Team Alpha Male hefur svo lengi sóst eftir?

Spá: Svarið er nei. Dillashaw er mjög góður en Barão er í sérklassa. Hann mun klára Dillashaw í 2. lotu.

RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

  1. Afhverju segiru að King Mo vs Rampage skipti engu máli? Þegar að sigurvegarinn úr þeim bardaga fær að keppa við meistarann um beltið.

  2. Það er svo sem góður punktur. Mér finnst bara litlu skipta hver vinnur, King Mo hefur þegar tapað tvisvar fyrir meistaranum og ég hef litla trú á Jackson á móti Newton. Annars er þetta auðvitað rétt hjá þér, sigurvegarinn fær meistarann, þessi bardagi skiptir máli.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular