Tuesday, April 16, 2024
HomeErlent2017: Bestu bardagar ársins

2017: Bestu bardagar ársins

Við höldum áfram að gera upp árið 2017. Hér skoðum við fimm bestu bardaga ársins 2017.

Það var nóg um að vera í bardagaheiminum á síðasta ári. UFC hélt 39 bardagakvöld og Bellator 21 bardagakvöld. Það voru kannski fáir bardagar á árinu sem munu teljast til bestu bardaga allra tíma en þó er alltaf góður fjöldi af flottum bardögum.

5. Jessica Andrade gegn Angelu Hill (UFC Fight Night: Bermudez vs. Korean Zombie, 4. febrúar 2017)

Stelpurnar byrja niðurtalninguna að besta bardaga ársins. Einn besti bardagi í strávigt kvenna frá upphafi. Fimmtán mínútur af skemmtilegum eltingarleik. Andrade pressaði og ógnaði frá fyrstu sekúndu. Hill var dugleg á hjólinu og notaði öfluga fótavinnu til að koma sér undan. Það gekk oft ekki nógu vel en Hill náði þó góðum höggum inn sjálf. Frábær bardagai þar sem Andrade var sigurvegarinn og tryggði sér þar með titilbardaga gegn Joanna Jedrzejczyk sem hún endaði á að tapa.

Embed from Getty Images

4. T.J Dillashaw gegn Cody Garbrandt (UFC 217, 4. nóvember 2017)

Það var gríðarlega mikið talað fyrir þennan bardaga og voru þeir báðir þjálfarar í The Ultimate Fighter. Garbrandt átti að hafa rotað Dillashaw á æfingu og Dillashaw svikið Alpha Male o.s.fr. Bardaginn var mjög tæknilegur hjá tveimur bardagamönnum sem eru með skemmtilega stíla. Dillashaw sigraði með rothöggi en bardaginn var mjög jafn þar sem báðir menn voru sleggnir niður.

Embed from Getty Images

3. Eddie Alvarez gegn Justin Gaethje (UFC 218, 2. desember 2017)

Justin Gaethje er líklega orðinn skemmtilegasti bardagamaður í heiminum. Í bardaganum gegn Alvarez náði Gaethje að gera Alverez mjög erfitt fyrir með góðum spörkum en þegar leið á bardagann komst Alvarez meira inn í bardagann og endaði hann með góðu hnéi. Frábær viðureign!

Embed from Getty Images

2. Yancy Medeiros gegn Alex Oliveira (UFC 218, 2. desember 2017)

Það er ekki oft sem tveir bestu bardagar ársins eiga sér stað á sama kvöldi en sú var raunin 2. desember. Bardagamennirnir voru slegnir samanlagt fjórum sinnum í gólfið en Madeiros náði að klára bardagann í þriðju lotu eftir gríðarlega skemmtilegan bardaga. Báðir áttu skilið að fá alla bónusana.

Embed from Getty Images

1. Justin Gaethje gegn Michael Johnson (TUF Finale, 7. júlí 2017)

Flest allir eru sammála um að bardaginn milli Justin Gaethje og Micheal Johnson eigi að verma topp sætið. Gaethje hefur átt gríðarlega gott ár þegar kemur að markaðsetningu. Báðir bardagar hans í UFC hafa verið rosalegir síðan hann kom frá WSOF. Johnson vankaði Gaethje tvisvar í 1. lotu og virtist ætla að klára þetta. Gaethje var þó ekki á sama máli og kom öflugur til baka.

Gaethje og Johnson hentu öllu nema vaskinum í hvorn annan en Gaethje var með sigurinn í hendi sér þegar hann náði að berja Johnson niður Hann hefði getað klárað þetta þar en bað Johnson þess í stað um að standa aftur upp. Nokkrum sekúndum seinna kláraði hann bardagann með hnjáspörkum. Geðbilaður bardagi sem allir ættu að horfa á Fight Pass núna!

Embed from Getty Images

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular