Tuesday, March 19, 2024
HomeErlent8 únsu hanskar samþykktir fyrir bardaga Floyd og Conor

8 únsu hanskar samþykktir fyrir bardaga Floyd og Conor

Í gær voru átta únsu hanskar samþykktir til notkunar í bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. Upphaflega áttu þeir að vera með tíu únsu hanska en nú munu þeir notast við minni hanska.

Í gær ákvað NAC (Nevada Athletic Commission, íþróttasamband Nevada fylkis) dómarann, borðdómarana og stærð á hönskum fyrir boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. Reynsluboltinn Robert Byrd verður þriðji maðurinn í hringnum og sjá til þess að allt fari eðlilega fram á milli þeirra Conor og Floyd.

Byrd er gífurlega reynslumikill dómari en hann hefur einu sinni áður dæmt hjá Floyd Mayweather. Byrd hefur verið viðloðinn bardagaheiminn í meira en þrjá áratugi og er mikils vitur. Dómarinn Kenny Bayless kom ekki til greina sem dómarinn en hann hefur dæmt fimm af síðustu tíu bardögum Floyd og þykir umdeildur. Þá voru borðdómararnir þrír valdir en það verða þeir Dave Moretti, Burt Clements og Guido Cavalleri.

Sjá einnig: Hvaða máli skiptir hanskastærðin?

Það sem mestu máli skiptir var þó hanskastærðin. Bardaginn fer fram í 154 punda léttmillivigt og ætti að jöfnu að notast við tíu únsu hanska. Samkvæmt reglunum eiga bardagar sem fara fram yfir 147 pundum að notast við tíu únsu hanska. Báðir keppendur samþykktu hins vegar að nota átta únsu hanska sem eru að öllu jöfnu aðeins notaðir undir 147 pundum.

Bardaginn fer fram þann 26. ágúst í Las Vegas.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular