Thursday, March 28, 2024
HomeErlentAlan Jouban: Hefði átt að vera aggressívari gegn Gunnari

Alan Jouban: Hefði átt að vera aggressívari gegn Gunnari

Alan Jouban mætir Niko Price í kvöld á UFC bardagakvöldinu í Mexíkó. Þetta verður fyrsti bardagi Jouban eftir tapið gegn Gunnari Nelson í mars.

Alan Jouban var á þriggja bardaga sigurgöngu þegar hann mætti Gunnari í London í mars. Gunnar kláraði Jouban með „guillotine“ hengingu í 2. lotu eftir að hafa kýlt Jouban niður.

Jouban segist hafa lært mikið af bardaganum en hafi þó ekki verið of niðurdreginn eftir tapið. „Ég hefði átt að vera aggressívari og ekki gefa honum svona mikla virðingu. Hann sá mynstur hjá mér, ég var að skipta um fótastöður án þess að sækja strax. Hann gerði það sama við Brandon Thatch. Hann smellhitti í Brandon Thatch þegar hann var að skipta um fótastöður. Hann sá sama mynstur hjá mér, hann náði mér, þetta er MMA bardagi,“ sagði Thatch á fjölmiðladeginum í Mexíkó í vikunni.

Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.

Jouban var kýldur niður eftir beina hægri frá Gunnari og í stað þess að fara strax að kýla í gólfinu líkt og svo margir gera fór Gunnar strax í henginguna.

„Hann vankaði mig þegar ég var ekki tilbúinn en ég hefði jafnað mig strax. Ef hann hefði farið strax að kýla mig í gólfinu hefði ég náð taki á honum eftir tvær sekúndur og jafnað mig. En hann gerði mjög vel að nýta sér það þegar ég var vankaður og læsa hengingunni þegar ég var ekki viss hvað var að gerast. Hann gerði þetta mjög vel. Ég hefði átt að vera aggressívari en stundum vinnur maður og stundum tapar maður. Hann er erfiður viðureignar, margir vilja ekki berjast við hann. Ég stökk á tækifærið og vill ólmur sanna mig í þessum bardaga.“

Jouban mætir Niko Price í kvöld og ætlar hann að vera mun aggressívari í kvöld heldur en gegn Gunnari. Jouban segist hafa verið of varkár og hikandi gegn Gunnari þar sem hann var mikið að hugsa um hvað sigur gegn Gunnari myndi gera fyrir ferilinn. Núna ætlar Jouban bara að rota hann og gefa áhorfendum mikið fyrir peninginn.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular