Thursday, March 28, 2024
HomeErlentAlexander Gustafsson á erfitt með að finna hvatningu

Alexander Gustafsson á erfitt með að finna hvatningu

Alexander Gustafsson
Mynd: Árni Torfason.

Alexander Gustafsson á erfitt með að finna hvatningu þessa dagana. Gustafsson finnur ekki sömu ánægju fyrir íþróttinni og áður.

Alexander Gustafsson hefur tvívegis barist um léttþungavigtartitilinn en í bæði skiptin þurft að lúta í lægra haldi. Báðir bardagarnir voru mjög jafnir og var Gustafsson ansi nálægt því að verða meistari tvívegis.

Gustafsson tapaði síðast gegn Cormier um titilinn og hefur nú tapað tveimur bardögum í röð. Í viðtali við The MMA Hour kveðst hann eiga erfitt með að finna hvatningu á æfingum.

„Ég á erfitt með að finna hvatningu fyrir sjálfan mig. Þetta er að versna og ég finn ekki eins mikla ánægju og hvatningu við að æfa. Ef þú ert að æfa bara til að æfa ertu ekki að gera þetta af réttum ástæðum. Það er ekki alltaf allt dásamlegt á æfingum en þú þarft samt að hafa gaman á æfingum.“

„Ef gleðin er ekki til staðar getur verið erfitt að hvetja sjálfan þig í erfiðu lotunum, þessum síðustu lotum.“

Gustafsson kveðst þó ekki ætla að hætta. „Ég er bardagamaður og þetta er það sem ég geri og það sem ég lifi fyrir. Að hætta er ekki möguleiki út frá mínum bæjardyrum séð. Þetta eru bara tilfinningar og það sem maður þarf að berjast við á hverjum degi sem íþróttamaður.“

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular