Saturday, April 20, 2024
HomeErlentAnderson Silva mætir líklegast Uriah Hall á UFC 198

Anderson Silva mætir líklegast Uriah Hall á UFC 198

anderson silvaSamkvæmt heimildum Sherdog munu þeir Anderson Silva og Uriah Hall mætast á UFC 198 í maí. Bardagakvöldið fer fram þann 14. maí í Brasilíu og er nú þegar smekkfullt af stjörnum.

Uriah Hall hefur verið líkt við Anderson Silva frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið í 18. seríu TUF. Hall mætti síðast Robert Whittaker í nóvember og mátti sætta sig við tap eftir dómaraákvörðun. Ferill hans í UFC hefur verið sveiflukenndur en Hall hefur sýnt stórglæsileg tilþrif í bland við slappar frammistöður.

Goðsögnin Anderson Silva er einn besti bardagamaður allra tíma. Hann sigraði 16 bardaga í röð á tímabili en nú hefur hann ekki sigrað bardaga síðan í október 2012. Vissulega sigraði Silva Nick Diaz í fyrra en sigurinn var dæmdur ógildur þar sem Silva féll á lyfjaprófi eins og frægt er. Nú í febrúar mætti Silva Michael Bisping en tapaði eftir dómaraákvörðun.

Bardagakvöldið fer fram á 40.000 manna fótboltaleikvangi í Curitiba í Brasilíu. Silva bjó lengi í Curituba í Brasilíu og óskaði hann eftir að fá að berjast á bardagakvöldinu.

Það stefnir allt í frábært bardagakvöld þegar UFC 198 fer fram en í aðalbardaga kvöldsins verður barist um þungavigtartitilinn. Brasilíumaðurinn Fabricio Werdum mætir þá Stipe Miocic í sinni fyrstu titilvörn og þá mun Demian Maia snúa aftur eftir sigurinn á Gunnari Nelson og mætir hann Matt Brown. Bardagakvöldið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Þungavigt: Fabricio Werdum gegn Stipe Miocic
Millivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Vitor Belfort
Veltivigt: Demian Maia gegn Matt Brown
Léttþungavigt: Shogun Rua gegn Corey Anderson
Millivigt: Anderson Silva gegn Uriah Hall
Léttþungavigt: Patrick Cummins gegn Antônio Rogério Nogueira
Veltivigt: Warlley Alves gegn Bryan Barberena
Léttvigt: Francisco Trinaldo gegn Yancy Medeiros
Millivigt: Thiago Santos gegn Nate Marquardt
Veltivigt: Sérgio Moraes gegn Kamaru Usman
Fjaðurvigt: Renato Moicano gegn Zubaira Tukhugov

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular