Saturday, April 20, 2024
HomeForsíðaÁtta verðlaun á NAGA í París

Átta verðlaun á NAGA í París

Þó nokkrir glímumenn úr Mjölni skelltu sér á NAGA glímumótið sem fram fór í París í dag. Uppskeran reyndist vera átta verðlaun á stóru móti.

Mótið var afar sterkt og yfir 400 keppendur skráðir til leiks en bæði var keppt í gi (í galla) og nogi (án galla).

Þau Þórhallur Ragnarsson, Halldór Logi Valsson, Inga Birna Ársælsdóttir, Davíð Freyr Hlynson, Sigurvin Eðvarðsson, Marek Bujło og Pétur Óskar Þorkelsson kepptu öll í expert flokki á mótinu en sá flokkur er ætlaður fyrir fjólublá, brún og svört belti í brasilísku jiu-jitsu. Robert Jarmoszko keppti svo í intermediate flokki (blá belti eða tveggja til fimm ára reynsla) og Jarek Borowski í beginner flokki (hvít belti eða þeir sem hafa æft í 6 mánuði til 2 ár)

Uppskeran á mótinu var ansi góð en hér má sjá þá sem hlutu verðlaun.

Expert flokkur

Þórhallur Ragnarsson -88,9 kg: Silfur í gi
Inga Birna Ársælsdóttir -59 kg: Silfur í gi og silfur í nogi
Halldór Logi Valsson -99 kg (nogi) og +99 kg (gi): Brons í nogi og silfur í gi*

Intermediate flokkur

Robert Jarmoszko +100 kg: Silfur í nogi og brons í gi

Beginner flokkur

Jarek Borowski -79 kg masters (30-35 ára): Gull í gi

Hluti hópsins heldur svo til Hollands í kvöld þar sem þau munu keppa á Primal Games í Utrecht.

*Liðsfélagarnir Halldór Logi og Marek vildu ekki vera í sama flokki þannig að þeir skiptust á að vera í -99 og +99 kg flokki. Halldór Logi var í -99 kg í nogi og +99 í galla en Marek í +99 í nogi og -99 í galla.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular