Friday, March 29, 2024
HomeErlentBellator 183: Paul Daley rotaði Lorenz Larkin og Aaron Pico með eitt...

Bellator 183: Paul Daley rotaði Lorenz Larkin og Aaron Pico með eitt af rothöggum ársins

Bellator 183 fór fram í nótt í San Jose í Kaliforníu. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt og sáust nokkur mögnuð tilþrif.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Benson Henderson og Patricky ‘Pitbull’ Freire í léttvigt. Bardaginn var reyndar ekki sá besti en Freire sigraði eftir klofna dómaraákvörðun.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Paul Daley og Lorenz Larkin og þar fengum við að sjá alvöru tilþrif.

Þetta er besti sigur Daley í langan tíma og enn eitt rothöggið eftir vinstri krók. Lorenz Larkin er núna búinn að tapa báðum bardögum sínum í Bellator eftir að hafa yfirgefið UFC ofarlega á topp 10 listanum.

Aaron Pico, sem margir vilja meina að sé einn efnilegasti MMA kappi heims, átti hræðilega frumraun í Bellator í sumar. Hann bætti heldur betur fyrir það í gær með mögnuðu rothöggi.

Pico er núna 1-1 á MMA ferlinum og verður áhugavert að fylgjast með uppgangi hans.

Þá vann Roy Nelson sinn fyrsta bardaga í Bellator en hann sigraði Javy Ayala eftir dómaraákvörðun.

Á bardagakvöldinu var bardagi Rory MacDonald og Douglas Lima kynntur en sá bardagi fer fram í janúar. Þetta verður fyrsti titilbardagi MacDonald í Bellator og á ríkjandi meistari Douglas Lima erfitt verk fyrir höndum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular