Thursday, April 25, 2024
HomeForsíðaBjarni Kristjánsson: Erfitt að vera einn á HM

Bjarni Kristjánsson: Erfitt að vera einn á HM

Bjarni Kristjánsson er einn af Íslendingunum átta sem keppir á Evrópumótinu. Bjarni á að keppa sinn fyrsta bardaga á morgun en það verður gegn herbergisfélaganum Agli.

Jón Viðar Arnþórsson, einn af þjálfurum Keppnisliðsins, sagði í samtali við MMA Fréttir að þeir Egill Øydvin Hjördísarson og Bjarni munu ekki keppa á morgun en fundað verður um stöðuna. Bjarni Kristjánsson sat hjá í fyrstu umferð en Egill sigraði sinn fyrsta bardaga í dag.

Bjarni hefur áður keppt á svona móti en hann keppti á Heimsmeistaramótinu sem fram fór í Las Vegas í sumar. Bjarni ferðaðist þó bara einn síns liðs og var það erfiðara en hann bjóst við.

„Þetta var aðeins erfiðara andlega en ég hélt, líkamlega var þetta auðveldara. En það var andlegi þátturinn sem var aðallega að trufla mig. Það var svolítið erfitt að vera einn þarna, ekkert klapplið,“ segir Bjarni.

Bjarna gekk vel á HM og vann fyrstu tvo bardagana á hengingu áður en hann datt út í 8-manna úrslitum. Hann vildi strax fá að keppa á Evrópumótinu enda fannst honum hann geta lagað það sem fór úrskeiðis eins og að hita betur upp og vera tilbúinn strax og bardaginn byrjar.

Viðtalið var tekið nokkrum vikum áður en hópurinn hélt út og veltum við því fyrir okkur hvað myndi gerast ef þeir Egill og Bjarni myndu þurfa að mætast. „Það væri bara gaman, við æfum mikið saman, þekkjum hvorn annan mjög mikið. Förum báðir bara all in, held við séum búnir að ákveða það. Verða bara vinaslit,“ sagði Bjarni í léttum dúr.

Það er hins vegar ljóst nú að þeir munu ekki keppa á morgun þó óvíst sé hvernig tekið verði á stöðunni.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular