Thursday, March 28, 2024
HomeForsíðaBjörn Lúkas „súper ferskur“ fyrir þriðja bardagann á HM

Björn Lúkas „súper ferskur“ fyrir þriðja bardagann á HM

Björn Lúkas Haraldsson hefur hreinlega farið á kostum á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Björn Lúkas hefur unnið báða bardaga sína í fyrstu lotu og keppir sinn þriðja bardaga á jafnmörgum dögum í dag.

Björn Lúkas er nú kominn í 8-manna úrslit í millivigt á Heimsmeistaramótinu sem fer fram í Barein. Í dag mætir hann Stacy Waikato frá Nýja-Sjálandi og kemur okkar maður vel út úr fyrstu tveimur bardögum mótsins.

„Hann er súper ferskur. Hann er ekki búinn að taka neinn skaða og er ekkert þreyttur,“ segir Hrólfur Ólafsson um Björn Lúkas en Hrólfur er með í för sem þjálfari.

„Þetta er sama rútínan alla daga. Vigtun um morguninn, morgunmatur, leggjum okkur, förum út að borða, rútuferð upp í höll og Björn Lúkas lemur einhvern. Svo horfum við á restina af bardögunum, fáum okkur kvöldmat á hótelinu og skoðum svo næsta andstæðing um kvöldið.“

Björn Lúkas þarf að vigta sig inn á hverjum degi en hann þarf að vera undr 83,9 kg. Björn þarf ekkert að skera niður og getur vigtað sig inn áhyggjulaus.

Björn Lúkas hefur verið fljótur með bardaga sína hingað til en mótherjinn Waikato hefur þurft að eyða meiri tíma í búrinu á mótinu. Hrólfur segir þó að þeir hafi fundið lítið af myndefni af andstæðingnum.

Þetta hefur verið áhugaverð reynsla hingað til í Barein og hefur Björn Lúkas fengið nokkra athygli fyrir framgöngu sína á mótinu. „Hann er að fá fullt af hrósum frá alls konar fólki fyrir flotta frammistöðu. Það eru allir farnir að fylgjast með Íslandi núna. Við erum líka búnir að vera að rugla aðeins í fólki hérna. Er að láta hann taka sparkseríur í púðana og erum báðir að öskra þegar hann er að lenda þessum rugluðu spörkum sínum. Það sést bara í upphituninni hvað hann er mikið meira solid en allir hérna. Hann finnur það meira að segja sjálfur.“

Hrólfur segir að það sé erfitt að segja til um hvenær Björn Lúkas berjist í dag en hann býst við að það verði í kringum 13 leytið hér heima. Hægt er að fylgjast með strákunum á Snapchati-i Mjölnis (mjolnirmma) og svo er hægt að horfa á bardagana í beinni útsendingu á Bahrain TV smáforritinu. Björn Lúkas er í bardaga nr. 12 í dag í búri 3.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular