Friday, March 29, 2024
HomeForsíðaBolamótið fer fram 17. febrúar

Bolamótið fer fram 17. febrúar

Nýtt íslenskt glímumót verður haldið þann 17. febrúar. Þar munu átta skemmtilegar glímur fara fram þar sem fremsta glímufólk landsins etur kappi en í aðalglímu kvöldsins mætast þeir Sighvatur Helgason og UFC bardagamaðurinn Tom Breese.

Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt glímumót er haldið á Íslandi. Átta glímur fara fram og er einungis hægt að sigra með uppgjafartaki og því engin stig í boði. EBI (Eddie Bravo Invitational) reglur verða í gildi en ef engum tekst að vinna eftir að tímanum er lokið er framlenging. Þar fá keppendur að byrja annað hvort í armlás stöðu eða með bak andstæðingsins og sigrar sá sem er fljótari að ná uppgjafartakinu. Ef hvorugur nær uppgjafartakinu sigrar sá sem var fljótari að sleppa en nánari útlistun á reglunum má sjá hér að neðan.

Glímurnar ættu að verða ansi spennandi enda margir af þeim allra bestu að etja kappi. Hér að neðan má sjá þá glímur sem verða á dagskrá:

Sighvatur Magnús Helgason vs. Tom Breese
Eiður Sigurðsson vs. Halldór Logi Valsson
Daði Steinn vs. Bjarki Þór Pálsson
Ómar Yamak vs. Magnús ‘Loki’ Ingvarsson
Inga Birna Ársælsdóttir vs. Dóra Haraldsdóttir
Kristján Helgi Hafliðason vs. Sigurpáll Albertsson
Lilja Rós Guðjónsdóttir vs. Margrét Ýr Sigurjónsdóttir
Helgi Rafn Guðmundsson vs. Jósep Valur Guðlaugsson

Sighvatur Magnús Helgason er svart belti undir Gunnari Nelson og sá íslenski glímumaður sem kemst næst Gunnari á glímudýnunum. Hann er margfaldur Íslandsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og unnið Mjölnir Open margsinnis sömuleiðis.

Tom Breese er atvinnumaður í MMA og berst í UFC. Hann er 3-1 á ferli sínum í UFC (10-1 samtals í MMA) og er brúnt belti í brasilísku jiu-jitsu undir MMA þjálfaranum virta, Firas Zahabi. Breese er mikil vonarstjarna í bresku MMA senunni og verður gaman að sjá hann glíma hér á landi í febrúar.

Bolamótið fer fram þann 17. febrúar en miðasala fer fram á Tix.is hér. Miðinn kostar 2.000 kr. og hefst glímumótið kl 20.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular