Saturday, April 20, 2024
HomeForsíðaBoxað á Grænlandi í kvöld

Boxað á Grænlandi í kvöld

Fimm boxarar frá HR/Mjölni keppa á Grænlandi í kvöld. Bardagarnir verða sýndir beint í grænlenska ríkissjónvarpinu.

Þau Heba María Ægisdóttir, Venet Banushi, Garpur Fletcher, Elmar Gauti Halldórsson, Lisa Billing og Sigurjón Vikar Rúnarsson héldu til Grænlands á fimmtudaginn til að keppa á boxmótinu í kvöld ásamt þjálfurum. Því miður þá datt andstæðingur Elmars út og fær hann því ekki að keppa í kvöld.

Viðburðurinn er ágætlega stór en búist er við um 1000 áhorfendum í kvöld og þá er þetta sýnt í beinni útsendingu. Samkvæmt mótshöldurum verður hægt að horfa á útsendinguna á netinu hér að neðan þegar keppni hefst. Keppnin hefst kl. 19 í Grænlandi eða kl. 22 á íslenskum tíma.

Hægt er að fylgjast með á bakvið tjöldin hjá keppnishópnum á Snapchat-i Mjölnis (mjolnirmma).

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular