Thursday, April 25, 2024
HomeErlentBrock Lesnar fékk 2,5 milljónir dollara fyrir bardagann í gær

Brock Lesnar fékk 2,5 milljónir dollara fyrir bardagann í gær

brock lesnar 2Brock Lesnar barðist sinn fyrsta bardaga í rúm fjögur ár þegar hann mætti Mark Hunt í gær. Bardaginn var næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC 200 og fer Lesnar ekki tómhentur heim.

Brock Lesnar sigraði Mark Hunt í gær eftir einróma dómaraákvörðun. Samkvæmt Kevin Iole, blaðamanni hjá Yahoo Sports, fékk Lesnar vel greitt fyrir bardagann.

Brock Lesnar fékk 2,5 milljónir dollara eða rúmar 308 milljónir íslenskra króna fyrir bardagann. Inn í þessu er ekki hluti af Pay Per View sölunni. Líklegast fær Lesnar hluta af því og þar ættu að vera einhverjar milljónir dollara í viðbót.

Þetta eru hæstu uppgefnu laun í sögu UFC en áður hafði Conor McGregor fengið milljón dollara fyrir UFC 196 (uppgefin laun án hluta Pay Per View sölunnar) sem var það hæsta sem UFC hafði borgað fyrir einn bardaga.

Ekki er vitað hvort Lesnar muni berjast aftur í UFC en miðað við ummæli hans á blaðamannafundinum í gær er það ekki svo ólíklegt.

Þess má geta að Daniel Cormier fékk 500.000 dollara (61,7 milljónir íslenskra króna) fyrir bardagann gegn Anderson Silva en hefði fengið milljón dollara fyrir bardagann gegn Jon Jones. Lyfjapróf Jones kostaði Cormier því að minnsta kosti 60 milljónir króna. Önnur laun má sjá hér að neðan en allar upphæðir eru í dollurum.

Mark Hunt: 700.000
Anderson Silva: 600.000
Miesha Tate: 500.000
Jose Aldo: 400.000
Frankie Edgar: 190.000
Amanda Nunes: 100.000

Þetta eru aðeins uppgefnar tölur en ofangreindir aðilar gætu hafa fengið meira í bónusum og fyrir hluta af  Pay Per View sölunni.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Hann fékk sem sagt meira en Tate, Nunes, Silva, Aldo, Hunt og Edgar til samans! það er allt eðlilegt við það…. maður sem ekki hefur keppt í fjölda ára og var ekki einu sinni aðal bardagi kvöldsins … furðuleg ákvörðun

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular