Friday, April 19, 2024
HomeForsíðaCain Velasquez og Fabricio Werdum mætast á UFC 188 í júní

Cain Velasquez og Fabricio Werdum mætast á UFC 188 í júní

Cain WerdumUFC ætlar að gera aðra tilraun til að láta þá Cain Velasquez og Fabricio Werdum mætast í Mexíkó. UFC staðfesti fyrir skömmu að UFC 188 fari fram í Mexíkó þar sem þungavigtartitlarnir verða sameinaðir.

Þeir Cain Velasquez og Fabricio Werdum áttu upphaflega að mætast á UFC 180 í Mexíkóborg en þremur vikum fyrir bardagann meiddist Velasquez og kom Mark Hunt í hans stað. Barist var um svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title) þar sem Werdum fór með sigur af hólmi. Nú á að sameina titlana og fer bardaginn fram í Mexíkóborg líkt og fyrri bardaginn átti upphaflega að gera.

UFC 180 var fyrsti viðburður UFC í Mexíkó og heppnaðist viðburðurinn afar vel. Það verður því gerð önnur tilraun til að láta kappana mætast í Mexíkó í sumar en Cain Velasquez er af mexíkönskum ættum. Fabricio Werdum talar þó reiprennandi spænsku og naut mikilla vinsælda í Mexíkó þegar hann barðist þar í fyrra. Bardagakvöldið fer fram 13. júní og verður aðalbardagi kvöldsins.

Cain Velasquez hefur ekkert barist síðan í október 2013 en ansi margt hefur breyst síðan þá eins og við töldum upp í þessari grein. Nú er bara að vona að hvorugur (og þá sérstaklega Cain Velasquez) meiðist ekki svo bardaginn fái loksins að fara fram.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular