Tuesday, April 16, 2024
HomeErlentCathal Pendred: Aldrei sniðugt að berjast bara fyrir peningana

Cathal Pendred: Aldrei sniðugt að berjast bara fyrir peningana

Fyrrum UFC bardagamaðurinn Cathal Pendred er staddur hér á landi um þessar mundir. Við spjölluðum við hann um lífið eftir að hann hætti í MMA, Hollywood hlutverk, fráfall Joao Carvalho og fleira.

Cathal Pendred ákvað í haust að hætta í MMA þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gamall. „Ég var ekki lengur hungraður. Ég elska ennþá að æfa og elska blandaðar bardagaíþróttir enda æfi ég á hverjum degi. En mér fannst þetta vera orðið eins og vinna. Ég byrjaði aldrei í MMA til að það gæti orðið vinnan mín, þetta var alltaf bara skemmtun hjá mér. Þetta var hætt að vera skemmtilegt svo ég vildi ekki halda áfram,“ sagði Pendred.

„Það er aldrei sniðugt að berjast bara fyrir peningana. Þetta var ekki skemmtilegt lengur svo ég ákvað að segja þetta gott. Það er alltaf gott að vita hvenær maður á að hætta. Ég hætti á góðum tíma enda er ég enn frekar ungur.“

Pendred útilokar ekki að snúa aftur í MMA en eins og er hefur hann í nógu að snúast. Hann er að opna veitingastað í Dublin eftir tvo mánuði og hefur fengið tvö hlutverk í kvikmyndum.

Pendred hefur verið að aðstoða Gunnar Nelson við undirbúning sinn fyrir bardagann gegn Albert Tumenov og segir hann líta gríðarlega vel út á æfingum. Að hans mati mun Gunnar klára Tumenov í fyrstu lotu líkt og hann hefur svo oft gert.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular