Friday, April 19, 2024
HomeErlentChael Sonnen: Dagar Rondu í MMA eru ekki taldir

Chael Sonnen: Dagar Rondu í MMA eru ekki taldir

Chael Sonnen liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. Sonnen er dauðþreyttur á að sjá Rondu Rousey bara æfa sig á púðunum hjá Edmond og vill sjá hana æfa almennilega.

Ronda Rousey leit ekki vel út er hún tapaði fyrir Amöndu Nunes á UFC 207. Eftir bardagann voru orðrómar á kreiki að Ronda hefði sparrað lítið í undirbúningi sínum fyrir bardagann. Sonnen vill meina að hún geti snúið aftur í MMA en þurfi að breyta æfingum sínum.

„Hvað ætlaru að gera öðruvísi á æfingum? Ætlaru að sparra meira? Ég þarf ekki að sjá Rondu á fjandans púðunum [með Edmond]. Ég er svo þreyttur á að sjá hana á púðunum og gerandi einhverjar magaæfingar með. Þetta er skemmtileg æfing og góð brennsla til að létta sig og til að halda sér í formi. En ef þú ætlar í bardaga þarftu andstæðing fyrir framan þig,“ sagði Sonnen í hlaðvarpi sínu You’re welcome.

Margir efast um að Ronda Rousey snúi aftur í búrið en Sonnen er á því að hún eigi ágætis framtíð í MMA kjósi hún að halda áfram. Að hans mati er hún þó ekki að fara í titilbaráttuna.

„Ég viðurkenni að sénsinn á titli er sennilega farinn en markaðstækifærin eru enn til staðar. Hún getur haldið áfram og verið meðal þeirra tíu bestu, sem er mjög mikilvægt. Dagar hennar í bransanum eru ekki taldir, þ.e. ef hún heldur áfram að æfa. Hún mun ekki vera á toppnum en mjög ofarlega. Látum hana fá nýjan andstæðing.“
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular