Saturday, April 20, 2024
HomeErlentChris Weidman mun léttari en áður

Chris Weidman mun léttari en áður

chris weidman 1111Chris Weidman mætir Luke Rockhold á UFC 194 þann 12. desember. Þetta verður fjórða titilvörn millivigtarmeistarans Weidman en hann hefur aldrei verið léttari fyrir bardaga.

Chris Weidman réð til sín næringarfræðing fyrir síðustu tvo bardaga hans. Næringafræðingurinn hefur hjálpað honum að borða rétt milli bardaga og segir Weidman þá fjárfestingu vera að skila sér núna. Weidman þarf aðeins að missa rúm þrjú kíló á næstu tveimur vikum til að ná 84 kg millivigtartakmarkinu.

„Það er eins og ég sé í veltivigt. Ég er svona 192, 193 pund (87-88 kg) á morgnana. Ég er mjög léttur núna. Ég hélt þyngdinni minni niðri milli bardaga og hélt mér í formi. Ég er bara búinn að lifa heilsusamlega, drekki ekki lengur og það hjálpar mér að halda þyngdinni niðri,“ sagði Weidman í samtali við MMAJunkie Radio.

Weidman borðaði ekki hefðbundna þakkargjörðamáltíð heldur var hann með eigin rétt. „Maður verður að færa fórnir í þessu og það er lítið mál. Ég sleppti jólum og þakkargjörðarhátíðum á glímudögum mínum. Þetta er bara partur af íþróttinni og keyrir mig áfram.“

Þetta er gjörólíkt því sem áður þekkist hjá Weidman. Fyrir bardaga hans gegn Vitor Belfort sagðist Weidman vera um 205 pund viku fyrir bardagann eða 20 pundum yfir 185 punda millivigtartakmarkinu (sjá hér að neðan).

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular