Thursday, March 28, 2024
HomeErlentCody Garbrandt mætir T.J. Dillashaw á UFC 217

Cody Garbrandt mætir T.J. Dillashaw á UFC 217

UFC staðfesti í gær viðureign Cody Garbrandt og T.J. Dillashaw á UFC 217. Bardagakvöldið fer fram þann 4. nóvember í Madison Square Garden en bardaginn verður sennilegast næstsíðasti bardagi kvöldsins.

Bantamvigtarmeistarinn Cody Garbrandt vann titilinn eftir sigur á Dominick Cruz í lok síðasta árs. Hans fyrsta titilvörn átti að fara fram á UFC 213 nú í sumar en Garbrandt gat ekki barist vegna bakmeiðsla. Bardaginn var því felldur niður en Garbrandt hefur nú jafnað sig á meiðslunum og er bardaginn kominn aftur á dagskrá. Dillashaw ætlaði að skora á fluguvigtarmeistarann Demetrious Johnson í millitíðinni en ekkert varð úr því.

Þeir Dillashaw og Garbrandt eru fyrrum liðsfélagar hjá Team Alpha Male. Þeir þjálfuðu andspænis hvor öðrum í nýjustu seríu TUF og er nokkur óvinskapur á milli þeirra. Sem stendur er þetta einn mest spennandi bardagi ársins í UFC. Dillashaw er auðvitað fyrrum bantamvigtarmeistari UFC en hann tapaði beltinu til Dominick Cruz á sínum tíma.

Fastlega er gert ráð fyrir að þeir Michael Bisping og Georges St. Pierre berjist í aðalbardaga kvöldsins og því erum við að öllum líkindum með tvo titilbardaga í Madison Square Garden. Þá hefur einnig borið á orðrómum þess efnis að þær Joanna Jedrzejczyk og Rose Namajunas mætist um strávigtartitil kvenna sama kvöld.

It’s finally coming down!!! @Cody_NoLove vs @TJDillashaw at #UFC217 ?? Sept. 15

A post shared by ufc (@ufc) on

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular