Tuesday, April 16, 2024
HomeErlentConor McGregor: Ég er ennþá tvöfaldur meistari

Conor McGregor: Ég er ennþá tvöfaldur meistari

Conor McGregor var á dögunum sviptur fjaðurvigtarbelti sínu af UFC. Conor segist samt vera ennþá tvöfaldur meistari og að fjaðurvigtarbeltið sitji heima.

UFC ákvað á dögunum að svipta Conor fjaðurvigtarbeltinu og gera Jose Aldo að alvöru meistaranum. Aldo hafði áður verið svo kallaður bráðabirgðarmeistari.

Conor McGregor var þögull sem gröfin eftir að beltið var tekið af honum þangað til í gær. Conor svaraði spurningum aðdáenda á The Devenish Bar í Belfast.

„Það er ýmislegt í gangi hjá UFC. Þeir eru að reyna að svipta mig beltinu en ég er ennþá með beltið, það situr heima núna. Ég er ennþá tvöfaldur meistari og það þarf einhver að taka þetta belti af mér. Ég sé greinarnar á netinu, en ég sé beltið ennþá heima. Það eru tveir titlar á mínu heimili,“ sagði Conor.

„Hvað meinaru, Eddie Alvarez er ennþá rotaður, ég barðist í síðustu viku. Beltin eru mín. Þið getið leikið ykkur með þessi gervibelti. Jose var rotaður, Eddie var rotaður og þið eruð að horfa á tvöfaldan meistara. Ég elska UFC en þið eruð ekki að plata neinn, þið platið engan með þessum brögðum.“

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular