Friday, April 19, 2024
HomeErlentConor McGregor: Gangi þeim vel að innheimta sektina

Conor McGregor: Gangi þeim vel að innheimta sektina

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Conor McGregor var hissa á sektinni sem hann fékk frá íþróttasambandi Nevada fylkis (NAC) eftir flöskukastið. Í vikunni var Conor sektaður um 150.000 dollara fyrir sinn þátt í flöskukastinu á blaðamannafundinum fyrir UFC 202.

Conor McGregor mætti 35 mínútum of seint á blaðamannafund fyrir UFC 202 í ágúst. Skömmu eftir að hann mætti gekk Nate Diaz af blaðamannafundinum og fljótlega fóru vatnsflöskur og orkudrykkjadósir á loft. Allt varð vitlaust og var Conor sektaður á mánudaginn en Nate Diaz fékk frest í sínu máli.

Conor var sektaður um 5% af þeim þremur milljónum dollara sem hann fékk fyrir bardagann. Upphaflega átti sektin að vera litlar 25.000 dollarar en hækkaði skyndilega upp í 150.000 dollara eftir tillögu Pat Lundvall í NAC.

Dana White sagði fyrr í vikunni að Conor hefði ekki lengur áhuga á að berjast í Nevada fylki eftir framkomu íþróttasambandsins. NAC virðist ekki fara eftir neinum viðmiðum eða reglum þegar kemur að sektum og bönnum og sektar menn eins og þeim sýnist.

Conor þarf ekki á Las Vegas og NAC að halda. Hann getur barist þar sem hann vill og kemur auðvitað með miklar tekjur með sér. „Ég sé ekki Nevada í minni framtíð. Ég get gert það sem ég vil, ég er góður. New York, New York, það er það sem ég er að hugsa,“ sagði Conor við vefsíðu Rolling Stone.

Áður en sektin var kveðin upp sagði Conor að hann myndi sætta sig við sektina. „Ég baðst afsökunar og tók ábyrgð á mínum gjörðum. Ég bjóst ekki við að þau myndu fara þessa leið þar sem ég hélt að þetta hefði ekki verið neitt stórmál. Ætla þau að koma og handtaka mig eða? Ég sýndi þeim virðingu og hélt að þau myndu virða það en þau gerðu það ekki. En svona er þetta. Gangi þeim vel að innheimta þetta.“

Nate Diaz fær væntanlega stóra sekt líka fyrir sinn þátt í málinu og verður áhugavert að sjá hversu háa sekt hann mun fá. „Mig langar ekki að sjá Nate fá hærri eða lægri sekt en ég. Hvorugur okkar ætti að fá slíka sekt. Ef þau létu svona við mig get ég ekki ímyndað mér hvað þau gera við hann. Hann kastaði flöskunni fyrst en ég vil alls ekki að hann fái hærri sekt en ég. Ég vona bara að þetta verði afgreitt svo við getum haldið áfram.“

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular