Thursday, April 18, 2024
HomeErlentConor McGregor og Eddie Alvarez héldu uppi fjörinu á blaðamannafundinum fyrir UFC...

Conor McGregor og Eddie Alvarez héldu uppi fjörinu á blaðamannafundinum fyrir UFC 205

Conor McGregor Eddie AlvarezÞað var auðvitað líf og fjör á blaðamannafundinum fyrir UFC 205 í New York fyrr í kvöld. Conor McGregor lét auðvitað ýmislegt flakka og Eddie Alvarez svaraði vel fyrir sig.

Það var múgur og margmenni á blaðamannafundinum fyrir UFC 205 sem fram fór í New York. Aðdáendur voru mættir snemma fyrir utan Madison Square Garden í dag til að tryggja sér sæti á blaðamannafundinum. Lætin voru mikil í aðdáendum enda bardagaaðdáendur í New York þurft að bíða lengi eftir UFC í New York.

Conor McGregor, Eddie Alvarez, Stephen Thompson, Tyron Woodley, Joanna Jedrzejczyk, Karolina Kowalkiewicz, Frankie Edgar, Jeremy Stephens, Yoel Romero, Chris Weidman, Kelvin Gastelum og Donald Cerrone voru á blaðamannafundinum ásamt Dana White.

Conor McGregor og Eddie Alvarez fengu flestar spurningar og voru þeir ekki beint að syngja neina lofsöngva um hvorn annan. Eins og var tilkynnt seint í gærkvöldi munu þeir Conor McGregor og Eddie Alvarez mætast um léttvigtarbeltið.

Conor lofaði að rota Alvarez í 1. lotu en sagðist ekki hafa neitt á móti honum. Alvarez sagðist einfaldlega hafa valið auðveldasta bardagann og kom smá hiti í menn. Dana White og Stephen Thompson (sem sat við hliðina á Conor) voru fljótir að fjarlægja allar nálægar flöskur í kringum Conor.

Eddie Alvarez sagði að Conor McGregor brotni þegar hann standi frammi fyrir erfiðleikum og muni aldrei fara í gegnum fimm lotur með sér. Alvarez líkti Conor við jólasveininn og ætlar hann að sýna öllum að jólasveinninn er ekki til.

Flestir bardagamenn á sviðinu fengu hlýjar móttökur nema Tyron Woodley. Baulað var á veltivigtarmeistaranum sem kom þó sínum skilaboðum vel frá sér þrátt fyrir baulið. Nánast allt snérist um þá Conor og Alvarez.

Jeremy Stephens greip þó boltann á einum tímapunkti og sagðist vera sá höggþyngsti í fjaðurvigtinni og að hann væri erfiðasti bardaginn fyrir Conor McGregor. Það snérist aðeins í höndunum á Stephens enda spurði Conor hver í fjandanum hann væri.

Dana White bætti við að bardagi Khabib Nurmagomedov og Michael Johnson verði á bardagakvöldinu. Það er enn einn frábæri bardaginn í New York og getum við vart beðið eftir 12. nóvember.

Allir bardagamenn mættust í smá „staredown“ í lok blaðamannafundarins en hér má sjá þá Conor og Alvarez mætast.

Blaðamannafundinn má sjá hér að neðan í heild sinni.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular