Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentCyborg mætir Yana Kunitskaya á UFC 222 og Frankie Edgar mætir Brian...

Cyborg mætir Yana Kunitskaya á UFC 222 og Frankie Edgar mætir Brian Ortega

UFC hefur tekist að finna nýjan aðalbardaga kvöldsins á UFC 222. Cris ‘Cyborg’ Justino mætir þá Yana Kunitskaya í aðalbardaga kvöldsins.

Upphaflega átti Max Holloway að mæta Frankie Edgar í aðalbardaganum á UFC 222 en vegna meiðsla getur Holloway ekki barist. Í stað fjaðurvigtartitils karla verður fjaðurvigtartitill kvenna aðalbardagi kvöldsins.

Cyborg varði fjaðurvigtartitil sinn með sigri á Holly Holm á UFC 219 í lok síðasta árs. Bardaginn fór allar fimm loturnar en þetta var í fyrsta sinn í níu ár sem Cyborg tekst ekki að klára bardaga. Andstæðingur hennar að þessu sinni verður Yana Kunitskaya. Kunitskaya er fyrrum bantamvigtarmeistari Invicta og skrifaði nýlega undir samning við UFC. Upphaflega átti Kunitskaya að berjast í bantamvigtinni í UFC en hennar fyrsti bardagi í UFC verður því gegn Cyborg í fjaðurvigt.

Kunitskaya er helst þekktust fyrir að hafa tekið bantamvigtartitilinn af Tonya Evinger í Invicta á sínum tíma en bardaginn var síðar dæmdur ógildur. Þær mættust því aftur og tók Evinger þá titilinn aftur af Kunitskaya. Evinger barðist svo við Cyborg í fyrra en tókst lítið að ógna meistaranum.

Frankie Edgar átti að fá titilbardaga gegn Hollloway en hann fær þess í stað bardaga gegn Brian Ortega. Sigurvegarinn fær svo titilbardaga gegn Holloway þegar hann verður orðinn heill heilsu.

UFC 222 fer fram í Las Vegas þann 3. mars.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular