Thursday, April 18, 2024
HomeForsíðaDan Gable

Dan Gable

dan_gable_mediumDan Gable verður að teljast fremstur meðal jafningja í bandarísku „freestyle wrestling“. Hann er það fyrir glímuna, sem Michael Jordan er fyrir körfubolta. Árangur Gable er goðsagnakenndur bæði sem glímumaður og sem glímuþjálfari, en hann keppti fyrir hönd Iowa State og þjálfaði háskólaliðið Iowa Hawkeyes. Dan glímdi í 150 punda (68kg) deildinni. Flestir sem hafa stundað BJJ kannast sennilega við “Gable gripið” en það er nefnt í höfuðið á honum.

Dan ólst up í Waterloo, Iowa sem er verkamannabær, staðsettur innan um bændasamfélagið í Iowa. Dan ólst upp á erfiðu heimili, við ofbeldi og drykkju og Dan flúði aðstæðurnar inn í dagdrauma. Dan missti systur sína sem var myrt þegar Dan var ungur. Dan flúði raunveruleikan með því að gefa sig allan í glímuna. Alla ævi fannst Dan eini möguleikinn í öllu sem hann gerði var að sigra, sama hvað það var. Eftir dauða systur hans hugsaði Dan að ef hann glímdi vel þá myndi fjölskyldan, sem var við að brotna, sameinast. Líf hans var litað af þessari sorg.

Okkar maður lét ekki á því standa, í menntaskóla tapaði hann ekki glímu og endaði ósigraður í 64 glímum. Þjálfarar hans sögðu að hann hafi í raun búið í glímusalnum og ef hann var ekki þar þá var hann að hlaupa eða lyfta. Dan æfði gríðarlega mikið og trúði því að ofþjálfun væri bara þjóðsaga. Hann æfði í 6 tíma á dag og á milli glímuæfinga og lyftingaræfinga hljóp hann með ökklalóð á sér til að gera hlaupið á milli enn erfiðara. Vinir hans í liðinu sögðu að hann hafi ekki haft mikla félagslega færni og hlaupið í burtu ef stelpur komu nálægt honum.

Í háskóla vann Dan 181 glímu í röð og fólk í Iowa var farið að búast við að eignast ósigraðan glímumann. Það var gengið svo langt að fólk var búið að undirbúa fagnaðarlætin og viðurkenningarskjölin en gleðin varð að engu. Dan tapaði seinustu glímunni á NCAA mótinu, sem var vægast sagt óvænt úrslit og í raun var næstum fylkissorg í Iowa eftir ósigurinn. Dan talaði um ósigurinn í bókinni “The Fighters Mind”. Þar sagði hann að í úrslitaglímunni, síðustu háskólaglímunni á ferlinum hans, hafi hann byrjað að hugsa of mikið um að haldast taplaus og hætti því að sækja í sigur þegar hann vissi að hann væri yfir á stigum. Þetta var ekki stíll Gable sem reyndi alltaf að “pinna” andstæðinga sína en hann ákvað að reyna að halda glímuna út án þess að sækja mikið. Þetta var ekki að virka fyrir hann þar sem andstæðingur hans náði óvæntri fellu á hann og sigraði.

gableEftir að hafa syrgt hefðbundinn glímuferil með fullt hús stiga, hóf okkar maður undirbúning fyrir Ólympíuleikana. Dan kom svo tvíefldur til baka að hann sigraði gull á heimsmeistaramótinu 1971 og á Ólympíuleikunum 1972 án þess að fá stig skorað hjá sér. Eftir að hann sigraði gullverðlaunin, réðust palestínskir hryðjuverkamenn á ísraelska liðið og settu ljótan svip á leikana. Ótrúlegur ferill, eitt tap. En næstum ótrúlegra er það sem tók við hjá okkar manni.

Dan hóf að þjálfa Iowa Hawkeyes með ótrúlegum árangri. Á 21 árs ferli vann liðið hans 355 glímur, tapaði 21 og gerði 5 jafntefli. Hann þjálfaði 152 All-American glímumenn, 45 Ríkismeistara, 106 Big Ten meistara og 12 Ólympíuverðlaunahafa. Gable þjálfaði Ólympíulið Bandaríkjana 1980, 1984 og 2000. Enginn þjálfari hefur náð sambærilegum árangri með lið sitt og Dan Gable.

Dan Gable verður 65 ára á föstudaginn, 25 október 2013. Deginum er fagnað í Iowa sem Dan Gable Day.

Hér fyrir neðan má sjá stutt yfirlit yfir feril Gable ásamt viðtalið við manninn:

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular