Friday, March 29, 2024
HomeErlentDana White: Conor gæti aldrei barist aftur

Dana White: Conor gæti aldrei barist aftur

Dana White, forseti UFC, ræddi við fjölmiðla í gær um Conor McGregor. Conor hefur verið nokkuð í fjölmiðlum undanfarið fyrir hegðun sína utan búrsins.

Dana White fór um víðan völl í gær er hann spjallaði við fjölmiðla. Hann talaði m.a. um UFC 218, TUF seríuna sem nú er að klárast og svo auðvitað Conor McGregor.

Á síðustu dögum hafa heyrst orðrómar um barslagsmál Conor McGregor í Dublin. Conor á að hafa kýlt tvo menn sem tengjast glæpagengi í Dublin en Dana White telur að ekkert sé hæft í orðróminum.

„Ég held að þetta sé ekki satt. Þetta væri risastórt ef þetta væri satt. Það eru stórfréttir ef Conor gengur um göturnar. Ef þetta er satt væri þetta algjör sturlun,“ sagði White.

Conor komst á dögunum í fréttirnar eftir vafasama hegðun á Bellator. Hann stökk þá í búrið þegar vinur hans og æfingafélagi hafði nýlega klárað bardaga sinn í Bellator. Dómarinn Marc Goddard reyndi að koma honum úr búrinu og var Conor ekki sáttur með það. Þá sló hann einnig starfsmann Bellator.

„Yfirmaður ABC [Association of Boxing Commissions and Combative Sports] tekur á málinu. Við vorum að vinna í að fá hann til að berjast í lok árs en hann er bara ekki tilbúinn. Conor gæti aldrei barist aftur. Hann á 100 milljónir dollara. Ímyndaðu þér að vera laminn og kýldur í andlitið á hverjum degi þegar þú átt 100 milljónir í bankanum. Peningar breyta öllu fyrir suma.“

Dana White telur að vafasöm hegðun Conor eigi rætur að rekja til peninganna sem Conor fékk fyrir Floyd Mayweather bardagann. „Hann er ungur, ríkur strákur sem er guð á Írlandi. Það er ekki heilbrigðasta umhverfið. Þetta er allt hluti af þessu.“

Conor er enn ríkjandi léttvigtarmeistari og enn óljóst hvort hann muni nokkurn tímann verja beltið. Tony Ferguson er sem stendur bráðabirgðarmeistari léttvigtarinnar og spurning hvort beltin verða sameinuð. „Við þurfum að finna lausn á því. Núna erum við ekki að spá í hvort hann muni verja beltið eða láta það af hendi. Núna erum við að vinna í nýjum samningi fyrir hann.“

Dana White mun þó ekki ræða við Conor um vafasama hegðun hans undanfarið enda segir White að það sé ekki svo einfalt. „Ég hef lært það í gegnum árin að þú getur ekki átt svona samtöl við þá, þetta er fullorðið fólk. Bara Chuck Liddell og Ronda Rousey hafa hlustað á það sem ég hef haft að segja ef ég á að segja eins og er.“

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular