Friday, March 29, 2024
HomeErlentDana White: Conor má halda fjaðurvigtar- og léttvigtarbeltunum á sama tíma

Dana White: Conor má halda fjaðurvigtar- og léttvigtarbeltunum á sama tíma

conor mcgregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Dana White, forseti UFC, er opinn fyrir þeirri hugmynd að McGregor verði meistari í tveimur þyngdarflokkum í einu. Með þessum ummælum sínum virðist allt benda til þess að næsti bardagi McGregor verði titilbardagi í léttvigtinni.

Þetta kom fram í UFC Tonight í gærkvöldi. Dana White hafði áður sagt að McGregor þyrfti að láta fjaðurvigtarbeltið af hendi ef hann ætlaði sér upp í léttvigtina. Svo virðist sem hann hafi breytt um skoðun.

McGregor sagði eftir UFC 194 að hann ætlaði að verða fjaðurvigtarmeistari og léttvigtarmeistari á sama tíma. Það er nokkuð sem enginn hefur áður gert.

„Conor langar að ná í léttvigtartitilinn og berjast fjórum sinnum á ári og verja bæði beltin. Ef það er einhver sem getur það er það Conor McGregor. Hann hefur gert allt sem sagðist ætla að gera. Svo já, ég hef áhuga á að sjá það,“ sagði White.

„Ég hef sagt það áður að þeir sem fara upp um flokk þurfa að láta beltið af hendi. En Conor hefur gert allt sem hann sagðist ætla að gera. Hann elskar að berjast og hann elskar peninga.“

Frankie Edgar var nokkuð pirraður í The MMA Hour fyrr í vikunni þar sem svo virðist sem hann fái ekki titilbardagann í fjaðurvigt líkt og hann hefur óskað eftir. Miðað við pirring Edgar og ummæli White bendir allt til þess að McGregor mæti Rafael dos Anjos um léttvigtarbeltið. UFC hefur þó ekkert staðfest í þeim efnum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular