Friday, March 29, 2024
HomeErlentDaniel Cormier: Skiptir mig ekki lengur máli hvort ég mæti Jones aftur...

Daniel Cormier: Skiptir mig ekki lengur máli hvort ég mæti Jones aftur eða ekki

Daniel Cormier fór á kostum í viðtölum eftir bardagann gegn Anthony Johnson í gær. Cormier var sama þótt baulað væri á hann enda er hann að fá vel borgað og er enn meistari.

„Baulið bara á mig! Ég er að fá vel borgað og heimsmeistaratitla,“ sagði Cormier við Joe Rogan í gær. Hann lét ekki þar við sitja og lét nokkur vel valin orð flakka til Jimi Manuwa og Jon Jones sem voru báðir viðstaddir.

Á blaðamannafundinum eftir bardagann fékk hann nokkrar spurningar um Jon Jones. Cormier var meðal annars spurður út í ummæli Jones um vigtunarmál Cormier en Jones sagði að það hefði verið eitt það óheiðarlegasta sem hann hefur séð.

Cormier hló að ummælum Jones og notaði frasann um pottinn sem kallar ketilinn svartan sem þýðir það sama og að kasta steinum úr glerhúsi.

„Þetta er eins og að vera með eldhúsborð með fullt af eldhúsáhöldum. Á einum enda borðsins ertu með pott en á hinum endanum ertu með ketil. Potturinn segir að ketillinn sé skítugur á meðan hann situr þarna með steranálina. Það er mín skoðun. Potturinn situr þarna með Cialis eða hvað það heitir og kastar því í ketilinn. Sittu þarna í eftirsetu Cialis drengur,“ sagði Cormier en Cialis er rispylla sem Jones segist hafa tekið er hann féll á lyfjaprófinu.

Ekki er vitað hvort Jon Jones eða Jimi Manuwa verði næsti andstæðingur Daniel Cormier. Cormier myndi ekki missa svefn yfir því ef hann nær ekki að mæta Jones aftur.

„Á þessum tímapunkti skiptir það mig ekki lengur máli. Ef ég myndi hætta í dag væri ég fullkomlega sáttur við öllu sem ég hef áorkað. Ég á ekki að láta þennan unga mann hafa svona mikla stjórn yfir mér og minni arfleifð. Hann sigraði mig, hvað með það þó hann hafi unnið bardaga? Ég myndi gjarnan vilja berjast við hann aftur og vinna hann. En ef ég berst ekki við hann aftur, og sérstaklega yfir einhverju sem ég get ekki stjórnað, verð ég samt sáttur. Ég gæti gengið frá þessu öllu og verið fullkomlega sáttur við feril minn í MMA; 19-1, UFC meistari, Strikeforce meistari, King of the Cage meistari og allt eftir þrítugt. Ég verð sáttur.“

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular