Thursday, April 25, 2024
HomeErlentDonald Cerrone mætir Darren Till í Póllandi

Donald Cerrone mætir Darren Till í Póllandi

Svo virðist sem kúrekinn Donald Cerrone verði í aðalbardaga kvöldsins í Póllandi í október. MMA Uno hefur heimildir fyrir því að Donald Cerrone mæti Darren Till í Gdansk.

UFC heimsækir Pólland í annað sinn þann 21. október og nú virðumst við vera komin með aðalbardaga kvöldsins. Bardagakvöldið fer fram í Gdansk og er þetta viðureign sem kemur mörgum á óvart.

Donald Cerrone er 4-2 í veltivigtinni eftir langa veru í léttvigt. Hann hefur nú tapað tveimur bardögum í röð, gegn Robbie Lawler og Jorge Masvidal, eftir að hafa unnið fyrstu fjóra bardaga sína í veltivigtinni. Þetta er aðeins í annað sinn á ferli Cerrone sem hann berst utan Norður-Ameríku (barðist í Japan árið 2007).

Darren Till fær hér risastórt tækifæri en hann er með þrjá sigra og eitt jafntefli í fjórum bardögum í UFC. Þessi 24 ára Englendingur óskaði eftir stórum bardaga eftir sinn síðasta sigur og fær nú ósk sína uppfyllta. Afar stutt er síðan Till barðist síðast en hann sigraði Bojan Veličković eftir dómaraákvörðun um síðustu helgi. Hann fær nú rúman mánuð til að undirbúa sig fyrir sinn stærsta bardaga á ferlinum.

Darren Till
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular