Saturday, April 20, 2024
HomeErlentDonald Cerrone mætir Tim Means í veltivigt

Donald Cerrone mætir Tim Means í veltivigt

UFC On Fuel TV: Korean Zombie v Poirier - Weigh InDonald Cerrone mætir Tim Means í aðalbardaganum á UFC Fight Night 82 þann 21. febrúar. Þetta var tilkynnt rétt fyrir vigtunina fyrir UFC 195.

Donald Cerrone hefur hingað til aðeins barist í léttvigtinni og verður þetta frumraun hans í veltivigtinni. Cerrone barðist um léttvigtartitilinn þann 19. desember en mátti sætta sig við tap eftir aðeins 66 sekúndur. Þetta verður því fljótur viðsnúningur fyrir hann.

Cerrone er þekktur fyrir að vilja berjast hvar og hvenær sem er en hann þurfti að sætta sig við að bíða í nokkra mánuði eftir titilbardaganum. Hann virðist því vilja ólmur komast aftur í búrið og fær ósk sína uppfyllta þann 21. febrúar.

Tim Means hefur gert það gott undanfarið og sigrað fimm af síðustu sex bardögum sínum. Síðast sáum við hann rota John Howard í 2. lotu í desember.

Báðir bardagamenn eru virkilega skemmtilegir og ætti þetta að verða hörku bardaga. Bardagakvöldið er farið að líta ansi vel út en þetta kvöld berjast m.a. þeir Brandon Thatch og Siyar Bahadurzada og John Lineker og Cody Garbrandt.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular