Friday, April 19, 2024
HomeErlentDonald Cerrone mætti með kúrekahattinn í The Joe Rogan Experience

Donald Cerrone mætti með kúrekahattinn í The Joe Rogan Experience

UFC On Fuel TV: Korean Zombie v Poirier - Weigh In

Donald Cerrone mætti í þáttinn The Joe Rogan Experience á dögunum og var ekki feiminn við að opinbera skoðanir sínar. Meðal þess sem fram kom er að Cerrone finnst Ronda Rousey vera ljót, hann elskar að skjóta úr byssum og væri tilbúinn að berjast við Fedor Emelianenko án nokkurs fyrirvara.

Hlaðvarp UFC lýsandans Joe Rogan er afar vinsælt og fær hann oft til sín skemmtilega gesti. Í vikunni mætti Donald Cerrone en hann er einn sá allra skemmtilegasti í UFC. Hann er byssuóður kúreki sem elskar að drekka bjór og borða pizzur.

Cerrone hefur unnið átta bardaga í röð og mun berjast um léttvigtartitil UFC þann 19. desember á UFC On FOX 17 bardagakvöldinu. Þar mun hann mæta Rafael dos Anjos sem vann titilinn þegar hann sigraði Anthony Pettis í mars á þessu ári. Cerrone greindi frá því að Pettis hafi boðist til að hjálpa honum í undirbúningi fyrir titilbardagann. Samkvæmt Cerrone segist Pettis hata dos Anjos.

Cerrone nýtur nú þegar aðstoðar annars fyrrum léttvigtarmeistara en Ben Henderson hefur æft með Cerrone að undanförnu. Cerrone og Henderson eru góðir vinir þrátt fyrir að hafa mæst í þrígang í búrinu, nú seinast þann 18. janúar. Þeir Cerrone, Henderson og Pettis hafa allir tapað fyrir léttvigtarmeistaranum dos Anjos.

cerrone henderson

Ólíkt flestum sem keppa í bardagaíþróttum passar Cerrone lítið upp á mataræðið sitt. Hann segist neyta engra fæðubótarefna og fær sér oft bjór og pizzur. Cerrone heldur sér við góða heilsu með útivist og auðvitað stífum æfingum. Cerrone fer reglulega í langar fjallgöngur til að stunda klettaklifur með félögum sínum.

Cerrone hefur mikið dálæti á hinum ýmsu jaðaríþróttum. Hann stundar svo kallað sjóbretti (e. wakeboarding) af miklu kappi en í því felst að halda jafnvægi á bretti á meðan hann er dreginn áfram af hraðbáti. Cerrone segist gera slíkt nær daglega, jafnvel daginn fyrir bardaga.

Cerrone lifir villtu og klikkuðu lífi enda er við engu öðru að búast frá alvöru kúreka. Cerrone segir vini sína þurfa að skiptast á svo kölluðum vöktum því engin getur haldið í við hann í meira en eina viku í senn.

Hér fyrir neðan má sjá þáttinn í heild sinni sem er afar áhugaverður.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular