Tuesday, April 16, 2024
HomeErlentEddie Alvarez: Conor ekki með neitt nema góða vinstri

Eddie Alvarez: Conor ekki með neitt nema góða vinstri

conor-eddieLéttvigtarmeistarinn Eddie Alvarez er um þessar mundir á fullu að undirbúa sig fyrir bardagann gegn Conor McGregor í nóvember. Alvarez telur sig vera með hárrétta leikáætlun til þess að sigra Conor McGregor.

Kapparnir mætast í aðalbardaganum á UFC 205 í New York þann 12. nóvember. Bardagakvöldið fer fram í Madison Square Garden en Conor McGregor getur orðið sá fyrst í sögu UFC til að halda á tveimur beltum á sama tíma.

Eddie Alvarez hefur mikla trú á sér og telur að Conor McGregor sé ekkert svo hættulegur standandi. „Að mínu mati er hann ekki með neitt nema góða vinstri. Hann er bara gæji með góða vinstri. Þannig sé ég þetta,“ sagði Alvarez við MMA Roasted hlaðvarpið.

„Hann gerir það sem við köllum ‘rock back‘ vel, Mayweather gerir þetta. Margir bardagamenn frá Philly [Philadelphia] gera þetta og þetta notar hann mikið standandi. Það eru margir í MMA sem kunna ekki þessa box tækni en þetta er nokkuð sem er auðvelt að núlla út. Við munum hafa yfirburði allan tímann.“

„Án þess að segja of mikið um leikáætlunina, þá er hægt að afvopna alla með réttum undirbúningi. Ég hef trú á þjálfurum mínum, leikáætlun minni og getunni til að fara í búrið og gera þetta. Við fylgjum leikáætluninni skref fyrir skref.“

Bardaginn er eftir tæpar þrjár vikur og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með þessum frábæru bardagamönnum eigast við.

Heimild: Fight Sports

 

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular