Friday, March 29, 2024
HomeForsíðaEiður Sigurðsson með fern verðlaun á BJJ móti í LA

Eiður Sigurðsson með fern verðlaun á BJJ móti í LA

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Eiður Sigurðsson úr Mjölni nældi sér í fern verðlaun á Los Angeles International Open um helgina. Eiður tók verðlaun bæði í sínum flokki og opnum flokki í gi og nogi hluta mótsins.

Mótið er haldið af North American Brazilian Jiu-Jitsu Federation og fór keppni fram báða dagana í brasilísku jiu-jitsu (BJJ). Á laugardeginum var keppt í gi (galla) en á sunnudeginum í nogi (glíma án galla).

Á gi hluti mótsins nældi Eiður sér í brons í sínum flokki og silfur í opnum flokki. Á nogi hluta mótsins tók Eiður gull í sínum flokki og opnum flokki. Sannarlega glæsilegur árangur þar á ferð.

„Mótið er alveg semí stórt, umgjörðin lík því sem gerist á IBJJF mótunum. Gi-dagurinn var stappaður af keppendum en nogi-dagurinn mun minni,“ segir Eiður um mótið.

„Getustigið á mótinu var ágætt. Strákarnir sem ég talaði við sögðust allir vera að keppa á IBJJF mótum og sögðu að þeim gengi alveg ágætlega þar. Rússinn sem ég keppti við sagði til dæmis að hann hefði keppt á Evrópumeistaramótinu og náð 3. sæti í sínum flokki og þeim opna, en ég veit ekkert um það svo sem,“ sagði Eiður.

Eiður sigraði Rússann tvisvar á mótinu. Fyrst í fyrstu glímunni í opna flokknum í gi með „triangle“ hengingu og svo í úrslitaglímunni í opna flokknum í nogi á stigum. „Rússinn var mjög sterkur og erfitt að ná taki á honum.“

Á laugardeginum náði Eiður bronsi í sínum flokki eftir að hafa tapað naumlega í undanúrslitunum. „Ég tapaði fyrir strák í undanúrslitunum sem var ágætur. Ég var 4-2 yfir þangað til seinustu 5-10 sekúndurnar en þá náði hann deep half guard sweep-i. Staðan var þá 4-4 og tíminn búinn. Ég byrjaði að fagna því ég hélt að þetta hefði farið í dómaraúrskurð sem ég hélt ég myndi vinna því mér fannst ég hafa dominate-að glímuna. En síðan var framlenging með uppgjafartaki eða gullskori sem tók mig út af laginu. Í framlengingunni náði hann mjög flottu ankle pick [fella] og vann,“ en þegar gullskor er við líði gildir sú regla að sá fyrsti til að skora stig vinnur.

„Í úrslitunum í opna flokknum í gi tapaði ég fyrir strák sem ég glímdi við fjórum sinnum. Hann var mjög erfiður. Sem betur fer tók ég hann í hin þrjú skiptin sem var næs,“ segir Eiður.

Eiður hefur nú dvalið í sex vikur í Bandaríkjunum við æfingar og verður í um það bil þrjár í viðbót. Þetta er annað mótið sem hann keppir á í Bandaríkjunum en hann tók einnig þátt í Heimsmeistaramótinu í júní.

Eiður er að ferðast einn og hefur því ekki haft neinn í horninu sínu í keppnum. „Það er mjög skrítið að vera ekki með þjálfara með sér á svona móti. Öðruvísi reynsla.“

Eiður keppir næst á American Nationals sem fer fram í Las Vegas á International Fight Week í júlí. International Fight Week er í tengslum við UFC 189 og verður gaman að fylgjast með Eiði þar.

la open 2015

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular