Friday, April 19, 2024
HomeErlentEr komin dagsetning á bardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor?

Er komin dagsetning á bardaga Floyd Mayweather og Conor McGregor?

ESPN segist hafa heimildir fyrir því að bardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor fari fram þann 26. ágúst. Mayweather Promotions ætlar að óska eftir því að halda viðburð þann dag.

Til þess að halda boxkvöld í Las Vegas þarf að taka frá dagsetningu fyrir viðburðinn í samráði við íþróttasamband Nevada-fylkis (Nevada State Athletic Commission). Mayweather Promotions ætlaði að óska formlega eftir því að taka frá daginn 26. ágúst fyrir óskilgreindan boxviðburð í samráði við Showtime sjónvarpsstöðina (sem sýnir alla Mayweather bardagana).

Íþróttasambandið kemur saman á miðvikudaginn og átti þetta að vera eitt af málunum á dagskrá. Það hefur hins vegar verið tekið af dagskrá og er talið líklegt að það sé vegna þess að samningar milli Mayweather Promotions og Showtime hafa ekki enn náðst. Verði málið tekið fyrir eru það aðeins formsatriði að samþykkja það og mun fljúga í gegn.

Bardaginn mun sennilega fara fram í T-Mobile Arena fremur en í MGM Grand Garden Arena. Mayweather hefur alltaf barist í MGM undanfarin ár en T-Mobile er stærri.

16. september var sú dagsetning sem var upphaflega nefnd til sögunnar fyrir Mayweather-McGregor bardagann. Golden Boy Promotions og K2 Promotions hafa hins vegar tekið þá dagsetningu frá fyrir bardaga Gennedy Golovkin og Canelo Alvarez. Golden Boy Promotions hefur bókað T-Mobile Arena þann 16. september.

Nokkrar hallir komu til greina fyrir Canelo-Alvarez bardagann. Til þess að Canelo-Alvarez færi fram í T-Mobile Arena setti Golden Boy það skilyrði að Mayweather-McGregor bardaginn myndi ekki fara fram fyrr en að minnsta kosti þremur vikum fyrir eða eftir Canelo-Alvarez bardagann. 26. ágúst er akkúrat þremur vikum fyrir 16. september.

UFC er ekki með viðburð þann 26. ágúst og gæti þetta verið dagsetningin sem um ræðir. Enn standa samningaviðræður yfir og er bardaginn ekki ennþá staðfestur. Conor henti þó í þessa færslu á Instagram í gær.

Something BIG is coming #BP

A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on

Þá skaut hann létt á Floyd Mayweather með nýjustu færslu sinni á Instagram.

Man, much respect to Floyd Senior still getting a few rounds in at the gym. I hope I can still train at that age. Respect.

A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular