Thursday, March 28, 2024
HomeForsíðaESPN: Gunnar Nelson einn af þremur sem mun slá í gegn á...

ESPN: Gunnar Nelson einn af þremur sem mun slá í gegn á árinu

mma_e_nelson11_576
Mynd: ESPN

Hin virti íþróttamiðill ESPN spáir því að Gunnar Nelson verði einn af þremur bardagaköppum sem muni slá í gegn árið 2014. Þetta kemur fram í grein ESPN sem birtist á vef miðilsins.

Í greininni er talað um þrjá bardagamenn sem eru þegar í UFC en eiga eftir að vekja á sér mun meiri athygli á árinu. Auk Gunnars eru UFC kapparnir Tim Elliot og Michael Johnson nefndir í greininni. Tim Elliot keppir í fluguvigtinni og tapaði síðast gegn Ali Bagautinov en Michael Johnson hefur verið á góðu skriði síðan hann sigraði óvænt Joe Lauzon í ágúst í fyrra. Eins og flestir Íslendingar vita er Gunnar ósigraður í MMA í 12 bardögum en hann berst næst þann 8. mars gegn Rússanum Omari Akhmedov.

Höfundur greinarinnar, Brett Okamoto, er virtur dálkahöfundur og skrifar MMA fréttir fyrir ESPN og Las Vegas Sun. Hann er einnig helsti fréttaskýrandi MMA Live auk þess sem hann heldur utan um fréttir af blönduðum bardagaíþróttum fyrir Las Vegas Sun.  Okamoto er líka reglulegur gestur í MMA hlaðvarpinu Gross Point Blank.

Þetta er það sem Okomoto hafði að segja um Gunnar: “When a UFC prospect looks like Lyoto Machida on his feet but actually better on the ground, you don’t ask questions. You gamble religiously on him and enjoy the free money.

The truth is, beyond the karate stance, there isn’t that strong of a similarity between Machida and Nelson — although they both win a lot of fights. I wish Nelson would move to lightweight, but he’ll win plenty as a welterweight this year.”

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular