Friday, March 29, 2024
HomeForsíðaFimm Íslendingar keppa í dag á EM

Fimm Íslendingar keppa í dag á EM

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Fyrsti dagur Evrópumeistaramóts áhugmanna í MMA er í dag og keppa fimm Íslendingar af átta í dag.

Keppnin byrjar kl 10 í dag og er Bjarki Ómarsson fyrstur af Íslendingunum. Hann mætir Norður-Íranum Bobby Sheppard í léttvigt. Nafni hans, Bjarki Þór Pálsson, er næstur á eftir honum og mætir Þjóðverjanum Lukas Licht í veltivigt.

Sjá einnig: Leiðin að búrinu – Evrópumótið

Egill Øydvin Hjördísarson fylgir Bjarka Þóri á eftir en hann mætir Robin Kvarda frá Tékklandi í léttþungavigt. Bjartur Guðlaugsson er á eftir Agli og mætir hann Ítalanum Michele Martignoni í fjaðurvigt.

Síðastur af Íslendingunum í dag er Hrólfur Ólafsson en hann mætir Norðmanninum Marius Hakonsen í millivigt.

Þau Inga Birna Ársælsdóttir, Pétur Óskar Jóhannesson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir keppa á morgun sem og fyrrgreindir Íslendingar fari þeir áfram í næstu umferð.

Bardagarnir verða ekki sýndir í beinni útsendingu á Fight Pass rás UFC líkt og talið var en verða sýndir eftir að keppni lýkur. Hægt verður að fylgjast með framgangi keppenda á Snapchat aðgangi Mjölnis undir mjolnirmma.

Hátt í 200 keppendur eru á mótinu frá u.þ.b. 30 löndum og þurfa sigurvegararnir í stærstu flokkunum að sigra fimm bardaga á fimm dögum til að vinna flokkinn.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular