Friday, April 19, 2024
HomeForsíðaFlottur árangur Íslendinga á alþjóðlegu boxmóti

Flottur árangur Íslendinga á alþjóðlegu boxmóti

1487388_590692311013503_497732458_n
Mynd: Mjölnir. Frá vinstri: Unnar, Brynjólfur, Steinar, Mustafa, Sunna, Daníel, Fabio.

Fimm fræknir keppendur héldu til Svíþjóðar síðastliðinn fimmtudag og kepptu á stóru alþjóðlegu boxmóti. Með í för voru þeir Unnar Karl Halldórsson og Fabio Quaradeghini, boxþjálfarar hjá Mjölni/HR. Við fengum Unnar Karl til að segja okkur aðeins frá mótinu og árangrinum.

Hvernig gekk Íslendingunum um helgina?

Sunna Rannveig Davíðsdóttir keppir einn bardaga og sigraði hann. Hún fékk þar með gullverðlaun í sínum flokki. Steinar Thors keppir tvo bardaga, vinnur einn afgerandi og einn sem við segjum að hann hafi unnið en var dæmdur tap. Það er líklega út af þessu nýja skorkerfi, annars hefði hann sigrað. Brynjólfur Ingvarsson keppir tvo bardaga, vinnur einn tiltölulega hreint en tapaði svo hinum 2-1. Daníel Þór Monzon keppir mjög jafnan bardaga en tapaði 2-1. Mustafa Mikaekeppir einn og hann var stoppaður í 1. lotu, hann var sleginn í gólfið í fyrstu lotu og við ákváðum að stoppa bardagann strax.

Í heildina litið var þetta stórt og flott mót með yfir 200 keppendum frá Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Englandi og Íslandi.

Hvað myndiru segja að væri það helsta sem þið lærðuð af helginni?

Þessar miklu breytingar á skorkerfinu. Það breytir uppsetningunni á hvernig við ætlum að keppa. Núna þurfum við að stilla á að vinna afgerandi hverja lotu fyrir sig með hreinni sókn í stað þess að einblína á að vinna stig. Það breytir miklu fyrir okkur.

Svo var reynslan mjög góð og við náðum að mynda aukið samband við þá sem voru þarna úti. Það er líka mikil ánægja með keppendurna okkar sem stóðu sig alveg rosalega vel. Þau þoldu mikla pressu og kepptu vel.

Þannig að þú myndir segja að þau væru tilbúin að keppa á svona vettvangi?

Já engin spurning, þessi hópur og fleiri til. Það er verið að bjóða okkur á mót bæði í Noregi og Finnlandi og við ætlum að skoða það. Jafnvel förum við með einhverja fleiri út að keppa og það yrði bara fljótlega. Ég myndi segja að þau væru alveg klárlega tilbúin í þetta en við þurfum bara að æfa meira fyrir þetta nýja skorkerfi.

Það verður gaman að fylgjast með fleiri svona ferðum hjá íslenskum boxurum og vonandi er ekki langt þangað til sú næsta verður farin.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular