Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentGamli bardaginn: Lil Nog vs. Shogun

Gamli bardaginn: Lil Nog vs. Shogun

shogun lil nogÁ laugardaginn mætast þeir Shogun Rua og Lil Nog í annað sinn á ferlinum. Fyrri bardagi þeirra var einn besti bardagi í sögu Pride og því er vert að rifja upp bardagann.

Bardaginn fór fram þann 26. júní 2005 og var hluti af bestu útsláttarkeppni sögunnar. Í 16-manna útsláttarkeppninni kepptu goðsagnir á borð við Shogun, Lil Nog, Kazushi Sakuraba, Ricardo Arona, Dean Lister, Wanderlei Silva, Alistair Overeem, Vitor Belfort, Dan Henderson, Quinton ‘Rampage’ Jackson og fleiri. Shogun stóð uppi sem sigurvegari í útsláttarkeppninni en það er hans stærsta afrek á ferlinum.

Bardaginn var valinn besti bardagi ársins 2005 og ef bardaginn á UFC 190 kemst í hálfkvisti við fyrri bardagann eigum við von á góðu á laugardaginn.

Mauricio ‘Shogun’ Rua og Antonio Rogerio Nogueira, Lil Nog, eru báðir komnir af léttasta skeiði. Það verður þó gaman að sjá þá kljást aftur tíu árum eftir fyrri bardaga þeirra. Hér rifjar greinandinn Jack Slack um bardagann frábæra. Sjón er þó sögu ríkari og hér er bardaginn í heild sinni.

Shogun and Little Nog from Ace Rockolla on Vimeo.

Hér má svo sjá Countdown þáttinn fyrir bardaga þeirra um helgina.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular