Thursday, March 28, 2024
HomeErlentGeorges St. Pierre býst ekki við að verja millivigtartitilinn - Rockhold með...

Georges St. Pierre býst ekki við að verja millivigtartitilinn – Rockhold með titilbardaga?

Georges St. Pierre býst ekki við að verja millivigtartitil sinn. Nýjustu fregnir herma að Robert Whittaker mæti Luke Rockhold í febrúar um millivigtartitilinn.

Georges St. Pierre (GSP) varð millivigtarmeistari UFC með sigri á Michael Bisping í nóvember. GSP vildi ekki lofa því hvort hann myndi verja beltið eða ekki og er enn ekki viss hvort hann geri það. GSP hefur lengst af barist í veltivigt og var bardaginn gegn Bisping hans fyrsti í millivigt.

„Við munum ræða um það en ég er ekki svo viss um að ég keppi í 185 pundum ef ég keppi aftur. Ég held ekki,“ sagði GSP við TSN í gær.

GSP vildi þyngja sig mikið til að berjast í millivigt og segir að það hafi verið erfitt. Hann glímir nú við ristilbólgu og er því fjarri góðu gamni þessa dagana.

Ariel Helwani greindi frá því í gær að UFC ætli sér að láta þá Robert Whittaker og Luke Rockhold berjast á UFC 221 í febrúar. Bardagakvöldið fer fram í Ástralíu og verður Whittaker því á heimavelli.

Whittaker er bráðabirgðarmeistarinn í millivigtinni eftir sigur á Yoel Romero í sumar. Hugsanlega gæti það farið svo að GSP láti beltið af hendi á næstunni og verður þá bardagi Whittaker og Rockhold um alvöru beltið.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular