Friday, March 29, 2024
HomeErlentGilbert Burns of þungur og fær ekki að keppa á laugardaginn

Gilbert Burns of þungur og fær ekki að keppa á laugardaginn

Gilbert Burns átti að mæta Oliver Aubin-Mercier á UFC bardagakvöldinu í Orlando á laugardaginn. Hann var hins vegar alltof þungur í vikunni að mati UFC og fær ekki að keppa á laugardaginn.

Gilbert Burns og Oliver Aubin-Mercier áttu að mætast í léttvigt nú á laugardaginn. Bardaginn hefur hins vegar verið felldur niður nú þar sem UFC taldi að Burns væri of þungur. Það væri því óráðlegt og óheilbrigt að skera svo mikið niður á skömmum tíma að mati lækna UFC.

Burns er sagður hafa verið 186 pund (84,5 kg) þegar hann kom til Orlando fyrr í vikunni og þarf að vera 156 pund (70,9 kg) á morgun, föstudag, í vigtuninni. Burns hefur barist í veltivigt en verið í léttvigt undanfarin ár. Honum hefur aldrei mistekist að ná tilsettri þyngd í léttvigt.

Bardaginn fer því ekki fram á UFC on FOX 28 á laugardaginn en Burns fær væntanlega annan bardaga á UFC on FOX 29 í apríl. Oliver Aubin-Mercier fær bardaga fyrr.

Heimild: MMA Fighting.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular