Thursday, April 25, 2024
HomeForsíðaGrettismótið 2015 úrslit

Grettismótið 2015 úrslit

grettismotið 2015Grettismótið fór fram í dag en 54 keppendur voru skráðir til leiks. Halldór Logi Valsson var maður dagsins en hann sigraði opinn flokk karla sem og sinn flokk.

Margar frábærar glímur litu dagsins ljós og voru margar glímurnar gríðarlega jafnar. Mótið fór vel fram og var íþróttaandinn í fyrirrúmi.

Halldór Logi Valsson var sigurvegari mótsins en hann vann bæði opinn flokk karla og +101 kg flokkinn. Halldór sigraði einnig opna flokkinn á Fenrir Open fyrir mánuði.

Aðeins ein stelpa var skráð til leiks. Hún Katla Hrund Björnsdóttir keppti í -68 kg flokki með strákunum og  var því enginn opinn flokkur kvenna. Hún fékk þó að launum blómvönd fyrir hugrekki sitt að keppa með strákunum.

Símon Böðvarsson fékk verðlaun fyrir tilþrif mótsins en hann sigraði bronsglímuna sína á „triangle“ hengingu þegar aðeins sex sekúndur voru eftir af glímunni. Hann var undir á stigum þegar hann náði hengingunni og tryggði sér þar með bronsið í -68 kg flokki.

-68 kg flokkur karla

1. sæti: Axel Kristinsson (Mjölnir)
2. sæti: Kristján Sigurðsson (Mjölnir)
3. sæti: Símon Böðvarsson (Mjölnir)

-79 kg flokkur karla

1. sæti: Daði Steinn Brynjarsson (VBC)
2. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)
3. sæti: Vilhjálmur Arnarsson (Fenrir)

-90 kg flokkur karla

1. sæti: Eiður Sigurðsson (Mjölnir)
2. sæti: Sindri Ingólfsson (Mjölnir)
3. sæti: Sigurður Baldur Kolbrúnarson (Mjölnir)

-101 kg flokkur karla

1. sæti: Diego Björn Valencia (Mjölnir)
2. sæti: Bjarki Pétursson (Mjölnir)
3. sæti: Aron Einarsson (Mjölnir)

+101 kg flokkur karla

1. sæti: Halldór Logi Valsson (Fenrir)
2. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)
3. sæti: Jóhann Kristinsson (Mjölnir)

Opinn flokkur karla

1. sæti: Halldór Logi Valsson (Fenrir)
2. sæti: Jóhann Kristinsson (Mjölnir)
3. sæti: Jóhann Páll Jónsson (Mjölnir)

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular