Friday, March 29, 2024
HomeForsíðaGunnar: Mun að öllum líkindum taka mér keppnisfrí út árið

Gunnar: Mun að öllum líkindum taka mér keppnisfrí út árið

Gunnar Nelson býst ekki við að berjast aftur fyrr en á næsta ári. Gunnar ætlar að leyfa höfðinu að jafna sig eftir rothöggið gegn Santiago Ponzinibbio.

Gunnar Nelson tapaði fyrir Santiago Ponzinibbio eftir rothögg í 1. lotu. Bardaginn fór fram í Skotlandi og fékk Gunnar 45 daga keppnisbann vegna rothöggsins. Hann ætlar að taka sér lengra frí frá keppni til að leyfa höfðinu að jafna sig og berst að öllum líkindum ekki fyrr en á næsta ári. Bardaginn gegn Ponzinibbio var annar bardagi ársins hjá Gunnari en í mars sigraði Gunnar Alan Jouban.

Gunnar fékk nokkur pot í augun í bardaganum og hefur Gunnar og hans lið áfrýjað niðurstöðu bardagans vegna brota Ponzinibbio. Gunnar vissi ekki hvenær mætti vænta niðurstöðu úr áfrýjuninni en segir það jákvætt að UFC taki sér sinn tíma í að ákveða sig. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular