Friday, March 29, 2024
HomeForsíðaGunnar Nelson aftur kominn á styrkleikalistann

Gunnar Nelson aftur kominn á styrkleikalistann

Eftir sigur Gunnars Nelson á Albert Tumenov um helgina er okkar maður kominn aftur á topp 15 styrkleikalista UFC.

Gunnar hafði verið á listanum í tæp tvö ár þar til hann datt út eftir tapið gegn Demian Maia. Fyrir bardagann um helgina var Tumenov í 13. sæti listans og hefur Gunnar tekið sæti hans á listanum. Tumenov dettur hins vegar af listanum.

Styrkleikalisti UFC er samansettur af fjölmiðlamönnum víðs vegar um heiminn. Á listanum raða fjölmiðlamenn 15 efstu áskorendunum á eftir meistaranum í hverjum flokki.

Gunnar komst fyrst á listann eftir sigur á Omari Akhmedov í mars 2014. Hann fór upp í 11. sæti eftir sigur á Zak Cummings en datt niður um nokkur sæti eftir tap gegn Rick Story í október 2014. Eftir sigurinn á Brandon Thatch komst hann aftur upp í 11. sæti. Tapið gegn Maia setti hann í 14. til 15. sæti listans og var hann þar áður en hann datt af listanum með innkomu Albert Tumenov og Hector Lombard á listann.

Nú er Gunnar kominn aftur á listann og verður gaman að sjá hvort hann nái að klífa upp listann í náinni framtíð.

Screen Shot 2016-05-10 at 21.06.45

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular