Friday, March 29, 2024
HomeForsíðaGunnar Nelson fær Dong Hyun Kim í aðalbardaganum í Belfast

Gunnar Nelson fær Dong Hyun Kim í aðalbardaganum í Belfast

Gunnar Nelson UFC Rotterdam

Ariel Helwani heldur því fram að Gunnar Nelson og Dong Hyun Kim verði í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Belfast þann 19. nóvember.

Frá þessu greindi Ariel Helwani frá í gærkvöldi á MMA Figting. Bardaginn hefur ekki verið staðfestur af hálfu UFC en samkvæmt heimildum MMA Frétta verður þetta næsti bardagi Gunnars.

Bardaginn fer fram í SSE Arena í Belfast í Norður-Írlandi þann 19. nóvember. Gunnar verður því eiginlega á heimavelli enda á hann stóran aðdáendahóp á þessum slóðum. Almenn miðasala hefst þann 23. september en meðlimir í Fight Club aðdáendaklúbbnum geta keypt miða tveimur dögum fyrr eða þann 21. september. Búast má við um 8.000 miðum í boði.

Þetta verður í annað sinn sem Gunnar berst í aðalbardaga kvöldsins. Síðast mætti hann Rick Story í Stokkhólmi og tapaði eftir dómaraákvörðun eftir fimm harðar lotur.

Dong Hyun Kim er 34 ára bardagamaður frá Kóreu. Hann hefur barist 16 bardaga í UFC á átta árum og er sem stendur í 10. sæti (ásamt Rick Story) á styrkleikalista UFC – einu sæti ofar en Gunnar.

Sjá einnig: Hver er þessi Dong Hyun Kim?

Bardaginn verður fimm lotur og er ljóst að Kim er afar sterkur andstæðingur. Kim hefur klárað fjóra bardaga eftir rothögg en flestir sigrarnir koma eftir dómaraákvörðun. Rothögg hans gegn John Hathaway var eitt af rothöggum ársins árið 2014.

Dong-Hyun-Kim-Spinning-Back-Elbow-KO-John-Hathaway-UFN-37a

Hann er með þrjú töp á ferlinum en öll komu þau í UFC gegn afar sterkum andstæðingum. Hans fyrsta tap kom gegn Carlos Condit eftir rothögg árið 2011. Demian Maia sigraði hann ári síðar eftir að Kim fékk undarlegan vöðvakrampa og gat ekki haldið áfram. Þá tókst núverandi veltivigtarmeistara, Tyron Woodley, að rota Kim í ágúst 2014.

Það er því ljóst að aðeins heimsklassa bardagamenn sigra Dong Hyun Kim. Tekst Gunnari að komast í hóp þeirra?

Dong Hyun Kim
Dong Hyun Kim
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular