Friday, March 29, 2024
HomeForsíðaGunnar Nelson mætir Brandon Thatch á UFC 189

Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch á UFC 189

Gunnar Nelson Brandon Thatch
Gunnar Nelson og Brandon Thatch

Gunnar Nelson er kominn með nýjan andstæðing á UFC 189. Sá heitir Brandon Thatch og átti upphaflega að mæta John Howard á sama kvöldi.

Þetta kom fram á vef Fox Sports fyrir skömmu en Thatch kemur í stað John Hathaway sem meiddist nýlega. John Howard, sem átti upphaflega að mæta Thatch, mætir í staðinn Cathal Pendred á sama kvöldi líkt og við greindum frá fyrr í kvöld.

Brandon Thatch er virkilega flinkur standandi og með eitrað sparkbox. Hann er einn af þeim stærstu í veltivigtinni og er 188 cm á hæð með langan faðm. Hann hefur sigrað tvo bardaga í UFC og tapað einum en miklar vonir eru bundnar við hann.

Hans eina tap í UFC kom í febrúar á þessu ári er hann tapaði fyrir Benson Henderson. Henderson keppir að öllu jöfnu í léttvigtinni (þyngdarflokkurinn fyrir neðan veltivigtina) og tókst að hengja Thatch í fjórðu lotu eftir að Thatch átti fyrstu þrjár loturnar.

Báðir sigrar Thatch í UFC hafa komið eftir tæknilegt rothögg í fyrstu lotu eftir hnéspark. Thatch er góður í að nota löngu útlimi sína til að meiða andstæðinga sína og er það nokkuð sem Gunnar þarf að passa sig á. Thatch er með níu cm lengri faðm en Gunnar.

Eins og áður segir er Thatch með virkilega gott sparkbox en sjö af 11 sigrum hans hafa komið eftir rothögg. Allir 11 sigrar hans hafa komið í fyrstu lotu. Hann hefur aðeins einu sinni farið í dómaraákvörðun en það var í hans öðrum bardaga í tapi gegn Brandon Magana.

Thatch er alls ekki síðri andstæðingur en John Hathaway þó ólíkir séu. Hathaway er ekki þekktur fyrir að klára andstæðinga sína á meðan Thatch er einstaklega góður í því. Thatch verður klárlega besti sparkboxarinn sem Gunnar hefur mætt.

Bardaginn mun fara fram á aðalhluta bardagakvöldsins eins og upphaflega stóð til.

Hér að neðan má sjá hvernig hann kláraði báða sigra sína í UFC.

brandon thatch gif
Brandon Thatch gegn Paulo Thiago
thatch ko
Brandon Thatch gegn Justin Edwards.
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular