Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentGunnar Nelson: Sé alls konar leiðir fyrir Conor til að sigra Floyd

Gunnar Nelson: Sé alls konar leiðir fyrir Conor til að sigra Floyd

Gunnar Nelson mun eins og svo margir fylgjast með boxbardaga Conor McGregor gegn Floyd Mayweather. Gunnar hefur auðvitað trú á sínum manni og spáir rothöggi Conor í vil.

Þeir Conor McGregor og Floyd Mayweather mætast í boxbardaga í Las Vegas annað kvöld. Gunnar Nelson hefur auðvitað margoft æft með Conor í gegnum árin og er Gunnar spenntur fyrir bardaganum eins og svo margir. Það kom til greina hjá Gunnari að fara á bardagann og ekki enn útilokað að hann fari.

Conor McGregor er að taka sinn fyrsta atvinnubardaga í boxi en Floyd er 49-0. Gunnar telur að stíllinn hjá Conor eigi eftir að valda Floyd vandræðum.

„Stíllinn og tímasetningar hans, hvernig hann er vanur að berjast, sé bara eitthvað sem Floyd hefur aldrei upplifað og þú sérð ekkert mikið í boxi. Svona aðeins öðruvísi stíll, öðruvísi fyrir Floyd að lesa Conor. Hann hreyfir sig öðruvísi, með öðruvísi takt,“ segir Gunnar.

„Ef þú hefur aldrei farið á móti honum þá eru alltaf einhver högg að fara að koma þér mikið á óvart. Ef hann lendir þungu höggi á Floyd þá hugsa ég að hann geti sett hann á rassgatið.“

Stuðullinn á Conor hefur hríðfallið frá því fyrst var hægt að veðja á hann. Mikill fjöldi hefur veðjað á Conor og greinilegt að margir hafa trú á að Conor geti gert hið ímögulega, rotað Floyd Mayweather.

„Mig langar bara að hafa trú á mínum manni og ég hef trú á mínum manni. Ég er búinn að sjá alls konar leiðir fyrir Conor til að sigra hann og það er bara það sem ég hugsa um og einblíni á.“

Gunnar spáir því að Conor slái Floyd niður áður en 12 lotu bardaginn er hálfnaður. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular