Tuesday, April 16, 2024
HomeForsíðaGunnar niður um tvö sæti á styrkleikalistanum

Gunnar niður um tvö sæti á styrkleikalistanum

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar Nelson tapaði fyrir Demian Maia á laugardaginn á UFC 194. Eftir tapið hefur hann fallið niður um tvö sæti á styrkleikalista UFC.

Fyrir bardagann var Gunnar í 12. sæti en er nú í 14. sæti. Demian Maia fór á sama tíma úr 6. sæti og í það 5. Þeir Kelvin Gastelum og Ben Henderson fóru upp fyrir Gunnar á meðan Maia fór upp fyrir Matt Brown.

Styrkleikalistinn er uppfærður um það bil 36 tímum eftir hvern viðburð. Fjölmiðlamenn víðs vegar um heiminn raða 15 efstu áskorendunum í röð á eftir meistaranum.

Umtalsverðar breytingar hafa orðið á pund-fyrir-pund styrkleikalistanum. Fyrir helgina var Jose Aldo í efsta sæti listans en eftir tap hans um helgina er fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson efstur. Það má því segja að Johnson sé besti bardagamaður heims, óháð stærð og þyngd, að mati fjölmiðlamanna.

Conor McGregor er kominn í 3. sæti á pund-fyrir-pund listanum eftir að hafa verið í því 12.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular