Saturday, April 20, 2024
HomeForsíðaGunnar: Verð kominn á fullt fyrir jól

Gunnar: Verð kominn á fullt fyrir jól

Gunnar Nelson er allur að koma til eftir ökklameiðslin sem hann varð fyrir í haust. Gunnar er bjartsýnn á að vera fljótlega kominn aftur á fullt og væri til í að berjast snemma á næsta ári.

Gunnar Nelson átti að mæta Dong Hyun Kim á UFC bardagakvöldinu í Belfast sem fram fer nú um helgina. Því miður meiddist Gunnar á ökkla á opinni æfingu UFC og gat því ekki barist.

Gunnar reyndi að æfa í kringum meiðslin og vonaðist eftir að meiðslin myndu jafna sig í tæka tíð en varð á endanum að taka þá erfiðu ákvörðun að draga sig úr bardaganum.

„Það þýddi ekki að fara svona inn í bardaga. Geta ekki checkað spörk, geta ekki glímt almennilega, geta ekki bouncað inn og út almennilega og fá enga almennilega æfingu fyrir bardagann,“ segir Gunnar.

Ökklinn hafði þau áhrif á Gunnar að hann gat ekki æft bardagaíþróttir. Það hefði verið ómögulegt að mæta þannig til leiks gegn heimsklassa bardagamanni líkt og Dong Hyun Kim er. „Ég hefði bara þurft að standa í miðjunni, sveifla höndunum og vonast til að hann myndi labba inn í eitthvað af höggunum, það er ekki alveg beint stíllinn minn.“

Gunnar er þó að jafna sig á meiðslunum og styttist í að hann geti farið að æfa aftur á fullu. „Ég held ég verði byrjaður að æfa á fullu fyrir jól, held og vona. Og þá held ég að það sé hægt að setja bara nýja dagsetningu sem verður bara snemma á nýju ári, á fyrstu mánuðum.“

Fyrr í vikunni var það staðfest að Dong Hyun Kim er kominn með nýjan bardaga en hann mætir Tarec Saffiedine á UFC 207 í lok desember.

Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular