Friday, March 29, 2024
HomeErlent„Hann er þekktastur fyrir eldhröð spörk“

„Hann er þekktastur fyrir eldhröð spörk“

Hinn danski Nicolas Dalby mun keppa sinn fyrsta UFC bardaga næstkomandi laugardag í Brasilíu þar sem hann mætir heimamanninum Elizeu Zaleski. Við ræddum við Kára Gunnarsson, sem hefur æft með Dalby, um styrkleika hans og hvað hann þarf að gera til að sigra á laugardaginn.

Dalby með Cage Warriors beltið. Ljósmynd: Palle Schultz

Dalby, sem er ósigraður með 13 sigra, er spennandi viðbót í veltivigtardeild UFC en hann er ríkjandi meistari Cage Warriors samtakanna. Kári Gunnarsson, sem er svartbeltingur í BJJ og búsettur í Danmörku, þekkir vel til Dalby og hefur æft með honum. Kári segir styrkleika Dalby klárlega vera standandi.

„Líkt og Gunni [Nelson], þá er hann með bakgrunn í karate og byrjaði að æfa MMA ungur. Hann hefur líklega verið að í um 10 ár og er þekktastur fyrir eldhröð spörk sem hafa gefið honum nokkur highlight reel rothögg. Spörkin hans minna einmitt mikið á karate spörk frekar en thaibox eins og menn sjá mest af í MMA, sumir kalla þau brazilian kick eða question mark kick, sem er spark aðferðin eins og þekkist úr mörgum gömlu traditional bardagaíþróttunum eins og karate.“

Dalby á æfingu. Ljósmynd: Michael Hornbogen
Dalby á æfingu. Ljósmynd: Michael Hornbogen

Kári segir Nicolas þó einnig sterkan glímumann, þó ekki fari á milli mála hvar hann vilji helst að bardaginn fari fram.

„Hann er góður í glímunni og hefur verið að æfa lengi. Í dag er hann með fjólublátt belti og æfir með mjög góðum strákum í Rumble Sports. En það fer ekkert á milli mála að hans gameplan er að halda bardögum standandi og vinna andstæðingana þar, þannig game-ið hans í glímunni er oft að reyna að standa upp ef hann er á botninum. Það er mjög erfitt að halda honum niðri í sidemount og öðrum stöðum, þar sem hann notar glímuna til að komast upp á hnén og standa upp þaðan.“

Andstæðingur Dalby er höggþungur Brasilíumaður sem hefur sigrað 11 af 14 bardögum sínum með rothöggi. Aðspurður segir Kári þó að það gæti hentað Dalby ágætlega.

„Dalby er taktískur og tæknilegur striker, ekki brawler. Hann er ekki hræddur við að halda bardaganum standandi á móti góðum og höggþungum gaurum en hann leitar að opnunum frekar en að fara í slugfest“.

Dalby hefur verið virkur á Snapchat í aðdraganda bardagans og áhugasamir geta fylgt honum undir nafninu NicolasDalby. Kári Gunnarsson hefur um árabil framleitt æfingafatnað undir nafninu Odin Fightwear og munu glöggir áhorfendur sjá merkið bregða fyrir á borða Dalby á laugardaginn. Við þökkum Kára kærlega fyrir spjallið og hvetjum alla til að fylgjast með bardaganum. Hér að neðan má svo sjá eitt af spörkum Dalby, en með þessum sigri á Sergei Churilov tryggði hann sér Cage Warriors beltið.

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Spenntur að sjá Nicolas Dalby í UFC: Mig minnir endilega að hann hafi verið á amateur cardinu þegar Gunnar keppti sinn fyrsta MMA bardaga í Adrenaline 1 í maí 2007. Samt ekki alveg viss. Man hins vegar vel eftir honum á Adrenaline 3 cardinu 2008.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular