Tuesday, April 16, 2024
HomeForsíðaHrólfur Ólafsson: Aldrei verið eins afslappaður fyrir keppni og nú

Hrólfur Ólafsson: Aldrei verið eins afslappaður fyrir keppni og nú

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Hrólfur Ólafsson sigraði Patryk Witt í Skotland fyrr í mánuðinum. Við heyrðum í Hrólfi og spjölluðum við hann um bardagann og framhaldið.

Þau Hrólfur Ólafsson, Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Ómarsson kepptu öll á Headhunters Championship bardagakvöldinu í Skotlandi nýlega. Þau kepptu öll undir merkjum Mjölnis en Hrólfur og Sunna fóru með sigur af hólmi.

Þetta var fyrsti bardagi Hrólfs síðan í nóvember 2012 en hann hefur verið að jafna sig á krossbandsslitum.  Hrólfur var tekinn niður tiltölulega snemma í bardaganum en ógnaði vel af bakinu. „Hann sótti í fellu og ég reyndi að ná honum í guillotine hengingu en náði ekki að læsa gripinu, þökk sé þykkum hönskum. Þegar hann sleppur setti ég hann strax í triangle hengingu og munaði litlu að ég myndi svæfa hann þar. Ég heyrði að hann gat ekki andað og sá varirnar hans blána en hann náði að sleppa og ég stend upp,“ segir Hrólfur en það kom honum á óvart hversu vel Witt náði að verjast „triangle“ hengingunni.

Standandi notaði Hrólfur fótavinnuna til að vera sneggri og náði inn höggum og spörkum áður en hann fór sjálfur í fellu í lok lotunnar. „Í lok fyrstu lotu náði ég góðum höggum í gólfinu og endaði lotuna á að gefa honum hné í síðuna síðustu sekúnduna.“

Önnur lota hefði varla getað verið betri fyrir Hrólf. „Ég byrja strax að útboxa hann í annarri lotu, lendi góðu hnésparki og tveimur beinum höggum í þindina og það tók allt loft úr honum. Hann reyndi fellu en ég náði að sprawla á hann og ná bakinu. Þaðan náði ég að fletja hann út og kláraði hann með höggum.“

Hrólfur meiddist í apríl 2013 er hann var að undirbúa sig fyrir MMA bardaga og hefur því ekkert keppt undanfarin tvö ár. „Ég hef ekkert keppt, hvorki í boxi né glímu, síðan í mars 2013. Þrátt fyrir það hef ég aldrei verið eins afslappaður fyrir keppni og nú.“

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Hrólfur byrjaði báðar loturnar með því að reyna háspark í andstæðinginn. Var það eitthvað sem hann var búinn að plana fyrir bardagann? „Nei í rauninni ekki, háspörkin voru mjög spontant. Ég vildi bara setja tóninn snemma og láta hann frekar hika og verða stífann í öxlunum.“

Hrólfur hefur nú klárað báða bardaga sína og getur ekki beðið eftir því að fá að keppa aftur sem fyrst. „Það eru bara góðir tímar framundan. Ég vil keppa í MMA sem fyrst aftur en ef það eru glímu- eða boxmót hér heima langar mig mikið til í að taka þátt í þeim,“ segir Hrólfur að lokum.

Við þökkum Hrólfi kærlega fyrir þetta viðtal og óskum honum velfagnaðar á næstunni.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular