Friday, March 29, 2024
HomeForsíðaHrólfur Ólafsson: Fýlingurinn fyrir EM töluvert betri í ár

Hrólfur Ólafsson: Fýlingurinn fyrir EM töluvert betri í ár

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Hrólfur Ólafsson er einn af átta Íslendingum sem keppir á Evrópumótinu í Prag í ár. Hrólfur segist vera mun spenntari fyrir því að keppa núna í ár heldur en í fyrra.

Hrólfur berst í millivigt (84 kg) en hann keppti einnig á Evrópumótinu í fyrra sem þá fór fram í Birmingham. Þar datt Hrólfur út í fyrstu umferð eftir tap gegn Norðmanni eftir klofna dómaraákvörðun.

Hrólfur er mjög spenntur fyrir mótinu í ár og er staðráðinn í að komast lengra en í fyrra. „Fýlingurinn er bara mjög góður, töluvert betri en í fyrra. Í fyrra var ég mikið að hvíla mig, díla við mikið af meiðslum. Ég er búinn að vera svona þokkalega heill í gegnum þetta training camp, ekki búinn að missa af einni æfingu,“ segir Hrólfur.

Hrólfur hefur undanfarna mánuði verið að einbeita sér að glímunni og verður gaman að sjá hvort það muni nýtast honum á mótinu.

Á Evrópumótinu geta keppendur átt von á því að keppa nokkra bardaga á nokkrum dögum og ætlar Hrólfur ekki að breyta miklu hjá sér. Hann ætlar bara að halda sínu striki og berjast eins og hann er vanur. „Held ég taki þetta bara einn bardaga í einu, held að það sé bara besta leiðin. Finna leið til að vinna einn bardaga í einu. Svo þegar kemur að næsta bardaga þá verður maður að finna leið til að vinna hann og þannig fara í gegnum þetta.

Hrólfur mætir Tommi Leinonen frá Finnlandi á morgun en viðtalið við Hrólf má sjá hér að neðan í heild sinni.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular